Flokkur í herkví

Bjarna Benediktssyni virðist munu takast ætlunarverk sín, að keyra Icesave- ánauðina í gegn og að láta ESB- aðlögunina ganga alla leið. Þar með tókst litlum hluta Sjálfstæðisflokksins að taka flokkinn herfangi þrátt fyrir skýra andstöðu drjúgs meirihluta hans og gegn afdráttarlausum síðustu samþykktum flokksins.  Bjarni „tók Steingrím J. á þetta“, þ.e. að fara þvert gegn flokkssamþykktum og hunsa lýðræðið, enda hælir Steingrímur Bjarna nú á hvert reipi fyrir dugnaðinn.

Hvaða sjálfskvalarlosti er það í Sjálfstæðisflokknum að láta þesskonar valdbeitingu ítrekað yfir sig ganga án þess að grípa til aðgerða? Forystan beygir af í hvert sinn er gullin tækifæri gefast til þess að ganga milli bols og höfuðs á alverstu vinstristjórn allra tíma, t.d. eftir Icesave- þjóðaratkvæðagreiðsluna frægu, þegar Glataða Tvíeykið (JS/SJS) lagði allt undir að Icesave yrði samþykkt, en koltapaði.  Og ekki vill Bjarni staðfesta að ESB- umsóknin yrði dregin til baka ef flokkurinn kæmist til valda, öðru nær, hann vill láta hörmungina ganga sér til húðar.

Alltaf talaði Bjarni um samninga, betri samninga, jafnvel nú þegar vestræn ríki fylkjast undir þeim fána að stjórnmálamenn megi ekki skuldbinda þjóðirnar vegna gjalþrota banka og annarra einkafyrirtækja. Það þarf ekki annað en að skoða viðskiptarásir erlendra sjónvarpa og blaða til þess að sjá þetta.

Nú er hvorttveggja fullreynt með Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins. Ekki virðist hafa dugað til að Þorgerður Katrín ESB- sinni viki sem varaformaður og Ólöf Nordal tæki við. Nema að Ólöf reki hnefann í borðið sem fulltrúi meirihluta Sjálfstæðisfólks, sem stendur gegn ESB- aðlögun og Isesave- gjörningum. Forystan hefur því farið gegn vilja fjöldans og ber annaðhvort að víkja strax eða að bjarga því sem bjargað verður og standa gegn Icesave og ESB- aðlögun og kunna að skammast sín.


mbl.is Fagnar afstöðu sjálfstæðismanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Hvað getur ekki gerst,var farin að efast um Bjarna,enda komið á daginn.

Helga Kristjánsdóttir, 2.2.2011 kl. 23:52

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Jæja segið, þetta á eftir að kosta flokkinn sitt er ég hrædd um...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.2.2011 kl. 01:12

3 Smámynd: Gunnar Waage

Þetta er merkileg umskipti. Nú þarf að þrýsta á forseta.

Gunnar Waage, 3.2.2011 kl. 04:04

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ívar, heldurðu að Ólöf reki hnefann í borðið?  Einhvern veginn er ég mjög efins um það.  Ég er ekki vissu um að meirihluti sjálfstæðismanna eigi fulltrúa í þingflokknum og tel það víst að meirihluta Íslendinga eigi fáa fulltrúa á alþingi.

Magnús Sigurðsson, 3.2.2011 kl. 09:36

5 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er nauðsynlegt að fá að vita í hverju það liggur að þessi samningur er svo miklu betri en fyrri samningar. Það kemur hvergi fram í lofræðum þingmanna og ráðherra um stórum bættan samning. 

Í tilkynningu Valhallar um að svo miklu betri samningur kalli á breytta afstöðu, þvert á ákvörðun Landsfundar er hvergi komið að því orði á hvern hátt samningurinn er svo miklu betri, helst skín í að breytt verðmat á eignum Landsbanka geri þar gæfumuninn.  Hefði sú breyting ekki orðið hefðum við látið kúga okkur til samþykkja eldri samninga? 

Mér skilst að skuldin verði að einhverju leiti greidd með peningum frá AGS, en þar eru vextirnir þeir sömu ef ekki hærri en Bretar og Hollendingar ætluðu að snýta út úr okkur.

Það eru ótal óútkljáð dómamál sem hafa bein áhrif á verðmiðann, m.a. deilan um neyðarlögin og fleiri.  Ég get ekki séð að þarna hafi gerst neitt kraftaverk og tel að þjóðin eigi heimtingu á að fá þetta mál útskýrt áður en hún fær þessar drápsklyfjar. 

Verði hægt að ljúka þessu með ákveðinni upphæð eins og t.d. þessum 47 milljörðum sem talað er um nú, án nokkurrar áhættu um breytingu þar á, væri réttlætanlegt að ganga að þessu, annars ekki.

Kjartan Sigurgeirsson, 3.2.2011 kl. 10:10

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Þingið er eins langt frá kjósendum sínum og hugsast getur. Steingrími J og Bjarna finnst þeir hafa rétt til þess að ákveða um stærstu áhrifaþætti þvert gegn kjósendum sínum. Jóhanna hefur stuðning 11% þjóðarinnar við atvinnustefnu sína.

Eins og málum er nú fyrir komið eru þjóðaratkvæðagreiðslur helsta lausn stærstu mála, til þess að fá afgerandi svör. T.d. á að hætta við ESB umsókn? Á að banna þjóðinni að greiða skuldir einkageirans? Á að banna yfirtökur ríkisins á einkafélögum í samkeppnisrekstri? Já, já , já!

Ívar Pálsson, 3.2.2011 kl. 10:12

7 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Blessaður Ívar,

hafði lúmskt gaman að þessum pistli.  Grínlaust, þá held ég að eitthvað annað hangi á spýtu BB, og í þetta sinn er hann ekki endilega að hygla flokkshagsmunum fram yfir "þjóðar".

Hinn helmingurinn biður að heilsa, og minnir þig á að febrúar og mars er paradís skíðamennskunnar í túnfætinum í skjóli Klettafjalla.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 3.2.2011 kl. 11:43

8 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Var nokkuð annað í stöðunni fyrir Bjarna eftir að Sjálfstæðismenn studdu síðustu samninganefnd og skipuðu mann í hana?  Það hefði ekki verið stórmannlegt að hlaupast svo undan merkjum. 

Annars voru það Geir Haarde og Árni Matt sem hófu þessa samningavegferð. Hvers vegna stóðu þeir ekki strax í lappirnar og neituðu að borga?

Þorsteinn Sverrisson, 3.2.2011 kl. 19:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband