Forðast þjóðaratkvæðagreiðslu og staðgreiðslu

evra_og_pund_1059207.pngAf hverju þáðu Bretar og Hollendingar ekki eingreiðslutilboð Lee Buchheits vegna Icesave upp á 48 milljarða króna? Á því er bara ein skýring: þeir telja sig fá mun meira með opna tékkanum, Icesave 3. Því er tómt mál um að tala um 50 milljarða sem líklega tölu. Eða nokkra milljarða yfir 50, því að vesenið væri ekki þess virði að halda þessu áfram, nema að von sé á öllu hærri upphæð.  

Fugl í hendi?

Ef fugl í hendi er betri en tveir í skógi, þá hljóta andstæðingar okkar í þessu máli að gera ráð fyrir meir en hundrað milljörðum króna alls, fyrst þeir hafna 48 milljarða fuglinum eina umsvifalaust. Að ekki sé talað um málflutning Bjarna Benediktssonar á Icesave- réttlætingarfundinum hans, að ríkið gæti jafnvel komið út í hagnaði!

Gaddfreðin gjaldeyrisviðskipti

Ein af forsendum Bjarna Ben fyrir samþykkinu á Icesave er sú að krónan falli ekki á næstunni. Hann telur lítlar líkur á falli krónunnar. Augljóst er að undirskrift Icesave neglir krónuna inn og gerir frjáls gjaldeyrisviðskipti óhugsandi á næstu árum, en þau opna fyrir fjárfestinguna og atvinnuuppbygginguna sem við þörfnumst svo mjög. 

Platgengið kostar sitt

Eftir undirritun Icesave þá eru hagsmunir ríkisins allir á einn veg, að krónunni verði að halda sterkri, sama hvað það kostar. En það kostar handlegg og fótlegg, eins og Bretinn segir. Hlandauðvelt er að veðja gegn krónunni ef víst er að hún verði varin. Eðlileg verðmyndun á sér ekki stað og lánsfé er notað til þess að niðurgreiða innflutninginn.

Hrikaleg skuldbinding

Bretar og Hollendingar hafa líklega reiknað gengismálin betur út en Bjarni Benediktsson: þeirra upphæðir eru í þeirra gjaldeyri sem gerir ekki annað en að styrkjast gagnvart þjóð sem samþykkir að greiða ofurupphæðir til margra ára vegna mistaka einkabanka.


mbl.is Forystufólk í stjórnarflokkunum vill ekki þjóðaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

      Sendi baráttu kveðju(-:

Helga Kristjánsdóttir, 7.2.2011 kl. 12:19

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það sem gerir þjóðaratkvæðagreiðslu um icesave3 samningin nauðsynlega er ekki síst það að skýra út samninginn. 

Samkvæmt mínum skilningi er þessi samningur sá sami og icesave 1 og 2, munurinn 1% vextir (þó er það ekki víst ef greiða á t.d. 26 milljarðana með láni AGS), gert er ráð fyrir betri heimtum úr þrotabúi Landsbankans (heimturnar hafa farið stig hækkandi samhliða pólitískum þrýstingi á icesave) og betra gengi.

Hafi komið önnur rök fyrir því að icesave 3 sé hagstæðari en 1 og 2 hafa þau farið fram hjá mér. 

Magnús Sigurðsson, 7.2.2011 kl. 15:19

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að það sé ekki verið að sækjast eftir peningum per se heldur fordæminu. Þ.e. að geta flutt ábyrgð og afleiðingar bankabrasksins yfir á almenning hér eftir. 

Það er fodæmalaust líka að málsaðilar geti hafnað dómsúrlausn eftir behag ef þeim finnst það ekki henta. Fínt að fá það á hreint líklega. 

Líka er það fordæmalaust að sá sem ekki viðurkennir eða hefur lagalaega ábyrgð og skyldu á skuld, samþykki að borga, bara til að fá frið fyrir handrukkurum banksteranna og hótunum.  Fínt fyrir þá að  fá slíka málsmeðferð færða í bækur líka.

Icesave er lagalegt prinsippmál. Ef við borgum eina krónu af því, þá mun það hafa skelfilegar afleiðingar til framtíðar fyrir allt alþýðufólk hér í heimi.  Ég get heldur ekki ímyndað mér að áhættufíknin minnki hjá banksterunum ef það er búið að fría þá frá ábyrgð gerða sinna.

Um það snýst þessi díll. 

Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2011 kl. 00:17

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ergo: Icesave er ekki okkar einkamál. Það varðar alla brausstrittara þessa heims. Viljum við vera þeir sem settum fordæmið?

Jón Steinar Ragnarsson, 8.2.2011 kl. 00:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband