Svandís: kennslubók í atvinnuleysi

houseofeurope.pngSvandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra væri ekki stætt enn sem ráðherra í öðru ríki en okkar, þar sem æðsta stjórn fær að standa eftir 98% þjóðaratkvæðagreiðslur gegn vitleysunni í henni og margfalt atvinnuleysi sem stjórnin skapar með aðgerðum sínum og aðgerðarleysi.

Allt fyrir hugsjónina

Hvað þarf yfirleitt til þess að ráðherra segi af sér? Verður það bara að tengjast kynlífi eða brennivíni, eða einhverju álíka mikilvægu? Af hverju er ekki nóg að ráðherrann standi ítrekað gegn vilja þegna sinna og valdi tugþúsundum manna búsifjum með aflóga hugsjónum sínum, sem eru í engu samræmi við lög, heldur eru beinlínis í trássi við lög landsins?  Svandís hefur gert yfrið nóg, með öllum sínum bremsum og álögum, til þess að hún ætti að vera sett í nálgunarbann við framkvæmdir og tína frekar fjallagrös. Þá tæki atvinnustig landsins kipp.

Að hætti Mubaraks

Á meðan þetta er skrifað  segir Mubarak tugmilljóna þjóð sinni Egyptum að hann muni sitja sem fastast, sama hvað á gengur. Svandís, Jóhanna og Steingrímur J. hanga líka enn á stöðum  sínum, eftir öll sín risa- axarsköft. Af hverju? Af því að við leyfum þeim það eða styðjum það jafnvel, eins og stuðningsmenn Icesave meðal Sjálfstæðismanna innsigluðu með tandurhreinni samvisku við aðra umræðu á Alþingi á dögunum.

Vík burt!

Ég segi hið sama og Egypska þjóðin: Nú er nóg komið, vík burt! Leyfið lýðræði að komast að með þjóðaratkvæðagreiðslum um Icesave og ESB- aðlögunina, en umfram allt, farið frá strax svo að kosningar geti afhjúpað allt það þingfólk síðustu ára sem flöktir með skoðanir sínar eins og lauf í vindi, allt í nafni samstöðu og málamiðlana en skilar engu nema álögum og atvinnuleysi.


mbl.is Umhverfisráðherra segi af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

   Datt Mubarik í hug,sem þú nefnir. Ég er hrædd um að af því verði,           þau verði dregin út,þá fyrst erum við búin að tapa lýðræðinu,svona endanlega. En reiðir menn gera ýmislegt,má þar minna á ofbeldi Steingríms við Geir Haarde,í þráð-beinni.

Helga Kristjánsdóttir, 10.2.2011 kl. 22:58

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sæll Ívar, ég tek undir allt með þér nema fjallagrösin.

Magnús Sigurðsson, 10.2.2011 kl. 23:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband