Besti flokkur máva, njóla og fífla

flautad_a_rottur.pngHirðuleysi borgaryfirvalda sýnir sig enn, núna í mávunum. Ég horfi á mávagengi vaða uppi óaáreitt, t.d. ofsækja endur með unga sína hér í fjöru Skerjafjarðar, þar sem tvö pör með 8 unga alls voru fljótt komin niður í tvo unga, en önnur andapör ungalaus.

Mávaplágunni er ekki haldið niðri frekar en fíflum eða njólum, en borgarstarfsmenn eða verktakar sáust hvergi þegar sú plága óx úr sér fyrr í sumar. Nú eru ýmsir ofnæmisvakar í hámarki, vegna þess að borgin lét hjá líða að halda sér í lagi.

Hvað er næst? Þarf rottuplágu til þess að hreyfa við fólki? Ætlar Gnarr þá að spila á flautu til þess að (G)narra  þær út úr Reykjavík, út á Seltjarnarnes?


mbl.is Mávur réðist á kanínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dexter Morgan

Hehe,,,gott á Reykvíkinga, enda kusu þeir Grarrinn yfir sig sjálfir !

Dexter Morgan, 20.7.2011 kl. 18:16

2 Smámynd: Alfreð K

Ha, ha, fíflar og njólar, mávar og rottur, Reykjavík er á góðri leið með að toppa sem menningarborg, svo kannski er það bara ég, en ég hef tekið eftir því að það er komin einhver stæk ólykt af heita vatninu hér í miðborginni (heita vatnið úr borholunum hér og í Mos), en það mættu kannski fleiri staðfesta þetta með mér (byrjaði þriðjud. 5. júlí og hefur haldist með sveiflum síðan þá), þau hjá OR trúa mér ekki (eða er bara alveg sama).

Alfreð K, 20.7.2011 kl. 22:53

3 Smámynd: Jóhann Elíasson

Í það minnsta e hann flokkur "fífla"...................

Jóhann Elíasson, 21.7.2011 kl. 11:46

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Er ekki bara mjög við hæfi að á meðan gargandi mávar svífa um í kringum ráðhúsið, þá sitja menn þar inni og garga eins og mávar?

Og er ekki bara við hæfi að við hlið fíflanna á túnum miðbæjarins séu fífl í ráðhúsinu?

Þetta er úthugsað stílbragð hjá Besta flokknum, þar sem menn eru fífl og garga eins og mávar. 

Nema ítrekuð málningarvinna við tómar "hjólreiðarbrautir" á vegum borgarinnar hafi tæmt framkvæmdasjóðinn?

Geir Ágústsson, 21.7.2011 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband