Út úr Evrópska Skulda- Bandalaginu?

esbstjornur.pngNú þegar Grikkland rambar á barmi gjaldþrots, þá ákveða þeir samt að halda sig í Evrulandi. En Þjóðverjar ráða þessu og tala skýrt:  Samningur var gerður. Ef hann er rofinn, þá verður ekki um aðra greiðslu að ræða. Þar með geti Grikkir ekki haldið sig innan Evrunnar. Ný- Drakma verður æ líklegri með stórri gegnisfellingu frá Evrunni.

Þrot

Tölurnar eru ekki gæfulegar:  Ávöxtunarkrafa 10 ára grískra ríkisskuldabréfa er yfir 20% en á tveggja ára  bréf er hún yfir 60%! Síðan eru líkurnar á gjaldfalli yfir 90%, enda skuldatryggingin á yfir 30% (þ.e. það kostar yfir 3 milljónir dollara að tryggja grískt 10 ára, 10 milljóna USD bréf í eitt ár).

Suðrið allt

Franskir bankar falla hratt vegna þess hve grísk lán eru stór hluti af körfu þeirra stærstu. Einn þeirra stærstu hefur helmingast í virði á árinu. Portúgal og Ítalía halda vandræðum sínum áfram.

Norðrið sterkara

Á meðan suðrið riðar til falls styrkist norðrið: Ríkisskuldabréf í Þýskalandi, Hollandi og Finnlandi eru met- sterk í dag með mjög lága ávöxtunarkröfu. Aðskilnaður suðurs og norðurs er því að verða að veruleika, þar sem Þjóðverjar verða allsráðandi í Evrunni eða Norður- Evru og raunar í fjármálum þeirra ESB-  aðildarríkja. 

En Ísland sækir samt um!

Ríkisstjórn Íslands vill sækja um aðild að sósíalistaklúbbnum í Evrulandi eins og hann átti að verða í upphafi, ekki eins og hann er. Aðild að Evrópska Skulda- Bandalaginu (ESB) og Evrulandi er hrein firra eins og málin hafa þróast.


mbl.is Allt gert til að hindra greiðslufall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband