Með hverjum standa íslensk stjórnvöld nú?

euro_eldur.pngÁ meðan lífsbardagi grísks almennings við stjórnmálamenn sína, ESB, AGS og þýska og franskra banka geisar, hvar stendur þá íslenska vinstri- ríkisstjórnin, málsvari lítilmagnans? Alþýðubandalagið endurborið. Tekur hún undir rödd fjöldans, að fólkinu beri að bjarga, en leggja ekki á það slíkar byrðar að það geti ekki dregið vagninn? Aldeilis ekki, hún þegir þunnu hljóði, þar sem ofangreindir aðilar undir forystu ESB eru ákveðnir í því að mjólka grískan almenning til þess að bjarga Evrunni og ESB, þótt markaðurinn meti 96% líkur á greiðslufalli Grikklands innan fimm ára og ávöxtunarkrafa tveggja ára grískra skuldabréfa sé um 60%!

 

Ekki minnst á vandann

Evru- pólítíkusar lifa í slíkum ídealistiskum draumaheimi núorðið, að raunverulegu hætturnar eru ekki einu sinni ræddar. Fjármálaráðherrar Evrulanda hittust um sl. helgi. Eftir það staðfesti fjármálaráðherra Írlands við Bloomberg fréttaveituna að hugsanlegt greiðslufall Grikkja hafi ekki komið til umræðu! Össur Skarpéðinsson utanríkisráðherra sómir sér vel í slíkum hópi, þar sem erfiðar ESB- staðreyndir eru ekki ræddar eða þeim snúið á haus.

 

“This debt is unpayable”

Þessi skuld Grikkja verður ekki greidd. Greiðslufall er óumflýjanlegt, skv. Mario Blejer, sem stýrði seðlabanka Argentínu eftir hrun þeirrar þjóðar. Það verður að gerast af alvöru (t.d. helmings- afskrift skulda) og alls ekki að litlum hluta, það er verst af öllu.  Hrynji Evran, ESB eða franskir bankar verður svo að vera, því að fölsku hagkerfi verður ekki viðhaldið til eilífðar. Þetta risa- Icesave Grikkja má ekki staðfesta, eigi þjóðin að eiga sér viðreisnarvon.

 

En stuðningur Jóhönnu Sig., Össurar og Steingríms J. verður við ESB og IMF  í þessu máli. Það heimtar sölu ríkiseigna Grikklands og að ógreiðanlegar skuldir verði greiddar af buguðum grískum almenningi.

 

Frá Bloomberg:

Mario Blejer, who managed Argentina’s central bank in the aftermath of the world’s biggest sovereign default, said Greece should halt payments on its debt to stop a deterioration of the economy that threatens the EU.  “This debt is unpayable,” Blejer, who was also an adviser to Bank of England Governor Mervyn King from 2003 to 2008, said in an interview last week in Buenos Aires. “Greece should default, and default big. A small default is worse than a big default and also worse than no default.” Greece’s debt is about 140 percent of its economy, according to data compiled by Bloomberg.


mbl.is Íhuga þjóðaratkvæði um evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Innan fimm ára? Sumir bloggarar eru að tala um tvær vikur í gjaldþrot vegna innlendra skuldbindinga.

Vendetta, 20.9.2011 kl. 20:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband