Síðasta tækifæri ESB skv. Sarkozy

Frakklandsforseti skefur ekki af því, til þess að ESB- stýring Þýskalands og Frakklands komist strax á: Evrópubúar hafa nú „nokkrar vikur“ til að bregðast við til bjargar evrusvæðinu.  Evrukrísan er á slíku stigi að viðskiptafréttirnar eru fullar af þessum "Saving Europe" skilaboðum, að nú ákveðist hvort Evran og ESB haldist saman. 

En Jóhanna, Steingrímur J., Árni Páll og Össur halda sínu Evrustriki, beint í kolaofninn í Þýskalandi. Árni Páll kom beint að efninu í Silfri Egils (eða þannig) 5/12/2011:

Arni Pall Arnason

Höfuðástæðan fyrir því að við teljum okkur akk í ESB er sú að við verðum hluti af stærra myntsvæði. Evra án meiri aga í ríkisfjármálum er stórhættulegt fyrirbæri. Aginn þarf að vera meiri í ríkisfjármálum í öllum ríkjunum og við höfum kannski sum hér freistast til þess að halda að Evran sjálf myndi koma með agann í ríkisfjármálum. Þannig er það ekki.

Þjóð sem getur ekki lifað við verðtryggingu, hún getur ekki lifað við Evru, hún getur ekki lifað við Kanadadollar, hún mun lenda í vandræðum með sama hvaða viðmið hún tekur sér upp. Þessvegna held ég að aðildarspurningin breytist fyrir okkur.

Ég er ekki viss um að við færumst fjær aðildinni að ESB eða upptöku Evru. Þvert á móti verður þá valið skýrara: „Verður það þá þannig að okkur býðst að fá vaxtakjör Þýskalands, greiðan aðgang að erlendri fjárfestingu, miklu stöðugra verðlag, miklu betri forsendur til hagvaxtar og til þess að byggja upp þekkingariðnað í landinu...

...í skiptum fyrir valdið til að fella gengið og búa til óstöðugleika og verðbólgugos?“ Ef svarið er já við því, þá held ég að íslensk þjóð sé mögulega alveg tilbúin að skipta. Ég held að við séum búin að fá nóg af kollsteypum, óvissu og óstöðugleika. Hugmyndir Merkel fela í sér þannig agaða umgjörð utan um Evruna, að Ísland myndi njóta mikils af því að taka þátt í slíkri umgjörð.“

Egill spyr: En að setja ESB-aðlögun á ís? „Nei,  af því að það er okkur mikilvægt að halda áfram að vinna okkur í átt að stærra gjaldmiðilssvæði og það er mjög margt sem bendir til þess að óháð öllu öðru, þá sé það lykilþáttur fyrir Ísland að verða hluti af stærra gjaldmiðilssvæði til þess að takast á við ýmsa grundvallarveikleika í íslenskri efnahagsstjórnun sem hafa verið okkur vandamál og verða áfram og það er einhæfni í atvinnulífinu, skortur á samkeppni, ofboðslega hár fjármagnskostnaður og það er mjög erfitt sambýli íslenskrar þjóðar við opinn fjármagnsmarkað og við getum ekkert horft framhjá því, að í kjölfar EES opnuðum við fjármagnsmarkaði og sú tilraun hefur ekki tekist. Okkur gengur ekki að vera hluti af alþjóðlegu viðskiptaumhverfi með íslenska krónu. Við búum núna á bakvið höft og það verður okkur snúið að vinda ofan af þeirri stöðu.“

 

Hér fylgir síðan tengill að gamni með aðvörunum Evrópubankans:

http://www.eba.europa.eu/cebs/media/aboutus/Speeches/Belgian-Financial-Forum-Banking-Supervision---Towards-an-EU-Single-Rulebook---Brussels-5-Dec-2011.pdf 


mbl.is „Síðasta tækifæri“ Evrópu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband