Rússneskar biðraðir Bláfjalla

I Blafjollum

Einmitt þegar Bláfjöll voru komin í góðan gír með vel troðinn snjóinn, þá klikkuðu þau á miðasölunni. Fáránleg röð myndaðist. Ekki var gripið til neinna ráða, að hleypa fólki í gegn um þessa einu lyftu eða neitt slíkt, heldur var aðalatriðið að mjólka hvern og einn, láta hann bíða í ár og daga eftir dagskorti og síðan í röð í einu alvöru lyftuna sem var í gangi. Margir spenntir skíðamenn voru gerðir súrir í fjöllunum í dag og er það til skammar. Fjöldi þeirra kemur ekki aftur í þetta skipulagsleysi.

Ekki eru ráðnir skólakrakkar í nokkra daga yfir jólin til þess að láta hlutina ganga betur á þessum fáu álagstímum. Ekki virðist til plan B ef tölvurnar klikka. Þetta var í raun rán um hábjartan dag, að láta hverja fjölskyldu bíða og borga svo fjölda þúsunda til þess að bíða enn lengur eftir engu, þar sem heilu svæðin voru ekki standsett þó að bílaplönin þar væru orðin hrein.

Síðan er það hætt að koma á óvart varðandi íþróttafélögin, hve fáir virðast finna til fyrri félagsanda, þegar svæðið virðist orðið að stofnun. Engin virtist vera hjá Ármannsskálanum eða á svæðinu í Suðurgili yfirleitt framan af. Þetta gerist þegar allt verður miðlægt og færist til Kremlar, miðasala, veitingasala eða félagsskapur yfirleitt. Endar riflildið um Bláfjöll á milli sveitarfélaganna og íþróttafélaganna og borgardeildanna í þessu? Einn allsherjar Bestaflokks- brandari á fjöllum? Brosið fraus í dag.


mbl.is Slösuðust í Bláfjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband