Ófögnuðinum laumað inn án athugasemda

CO2 sign

Kolefniskvótakerfi ESB hefur nú verið innleitt á Íslandi. Þar með er staðfest að íslenskir framkvæmda- aðilar skuli kaupa tilverurétt sinn á markaði af alþjóðlegum bröskurum í stað þess að fá þá myndarlegustu úthlutun sem hugsast gæti í þessu fáranlega kerfi, sem ætlað er að kæla heiminn, en gæti það aldrei hvort eð er, þar sem t.d. 2/3 hlutar losunarinnar er í frjálsum höndum, en losun okkar er upp í nös á óðinshanaunga.

Barnaskapurinn í Þórunni forðum og Svandísi umhverfisráðherra nú er slíkur, að í stað þess að nýta þessa hugsanavillu sem kerfið er, til þess að skapa tekjur fyrir íslenskt hagkerfi, þá hrúga þær álögum á það, sem gera samkeppnisfærni íslensks iðnaðar mun verri og íþyngir ferðalöngum alla daga í hreinni þarfleysu.

Þessi ömurlega aðgerð toppar vitleysu þingsins síðustu daga. Er fólki virkilega sama? Eða skilur það ekki að flugmiðinn er hærri, bíllinn kemst skemur, atvinnustarfsemin verður ekki hér á landi, allt vegna þess að vitleysustu lög ESB (og þar er mikið sagt) voru staðfest á þessum eymdartímum íslenskrar þjóðar.


mbl.is Kolefniskerfi ESB að lögum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Ég heyrði í morgunþætti útv. Sögu,þarf að nálgast hann og heyra aftur,að kolefni á ekki þátt í hlýnun jarðar,það væri ,,feik,, allt gert til að auðgast á.

Helga Kristjánsdóttir, 20.6.2012 kl. 00:40

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Helga, en jafnvel þótt kolefni ætti þátt í hlýnun jarðar (og hún ætti sér stað) og jafnvel þótt mennirnir hafi átt þátt í hlýnun frá Iðnbyltingunni (ef sú hlýnun átti sér stað), þá á ekki að veitast að þeim þjóðum sem skópu ekki ástandið hafa sitt á hreinu eins og Íslendingar, heldur hinum sem skapa alvöru mengun og samþykkja ekki eina eða neina af þessum fáránlegu reglum.

Auk þess hélt ég að fólk sem skoðaði t.d. síðustu tvö eldgos, Eyjafjallajökul 2010 og Vatnajökul 2011, sæi hve fáránleg þessi lög væru þegar nokkrar klukkustundir af gosinu er losunarmunirinn vegna laganna.

Ívar Pálsson, 20.6.2012 kl. 10:03

3 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Mæltu manna heilastur. Þetta er yfirgengilegt. Ívar minn það væri nær lagi að nokkrar mínútur af Eyjafjalla- eða Grímsvatnagosi hafi sent meira koldíoxíð út í gufuhvolfið en allt brölt Íslendinga í heilt ár. Auk þess streymir kodíoxíð upp frá jarðhitasvæðum ofansjávar og neðan allan ársins hring, þótt ekkert sé eldgosið. Þar að auki væri dálítil endurhlýnun og afturhvarf til hins hlýja, raka loftslags sem ríkti á jörðinni á fyrri öldum og árþúsundu geysilega jákvæð og eftirsóknarverð. Ég hef raunar skrifað all ítarlega um allt þetta í Þjóðmálagreininni „Að flýta ísöldinni“http://vey.blog.is/blog/vey/entry/988129/. Allt þetta mál er þvílík steypa og endaleysa að manni bókstaflega svelgist á.

Vilhjálmur Eyþórsson, 20.6.2012 kl. 14:51

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þá er rétt að benda á að rafrænn markaður og sérhæfð verðbréf og afleiðusamningar til viðskipta með kolefniskvóta hafa fyrir löngu síðan þróuð af JP Morgan og Goldman Sachs, sömu bönkunum og:

  • Fundu upp afleiðusamninga
  • Osrökuðu undirmálslánakreppuna
  • Settu Grikkland á hausinn
  • Eru flæktir í röð glæpsamlegra fyrirtækjagjaldþrota
  • Hafa sótt sér trilljónir úr vestrænum ríkissjóðum
  • Eru sjálfir gjaldþrota fyrir löngu síðan

Það skiptir engu máli í þessu hvort goðsögnin um hlýnun af mannavöldum er sönn eða ósönn. Það skiptir öllu máli hver hyggst græða á henni.

Guðmundur Ásgeirsson, 20.6.2012 kl. 15:21

5 Smámynd: Guðmundur Kjartansson

Allt tóm steypa, eins og Ívar bendir á. Bið forláts að hafa ekki svarað fyrr. Var úti að brenna rusli.

Guðmundur Kjartansson, 20.6.2012 kl. 18:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband