Ólafur Ragnar 40-65% hærri en Þóra

skjaldarmenrki_slands.png

Forseti Íslands kemur vel út úr þessum kosningum, enda á hann það skilið fyrir allt það sem hann skilaði fyrir þjóðina í embætti. Tölurnar sýna að Ólafur Ragnar fær líkast til amk. 40% fleiri atkvæði heldur en Þóra Arnórsdóttir. 101 Reykjavík heldur Þóru uppi, en Norðvesturlandi og Suðurlandi líst alls ekkert á hana.

Þóra segist núna aðeins fara fram einu sinni á ævinni og gaf skýrt „Nei“ við framboði í stjórnmál. Þá skín sólin kannski frekar á Árna Pál í næstu kosningum, fyrst Þóra kæmi ekki til með að skyggja á hann í forystu restarinnar af Samfylkingunni. Árni Páll fylgir ekki ESB- umsókninni lengur. Fylgi Össurar fellur með ESB, þannig að varla er forystan þar. Jóhanna Sigurðardóttir (hver?) fer ekki í kosningar framar. 

Hver er þá framtíðarforysta ríkisstjórnarflokksins sem hefur það að meginmarkmiði sínu að sækja um aðild að Evrópusambandinu?


mbl.is „Gefur ákveðna vísbendingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Það kæmi mér ekki á óvart að gremjan myndi brjótast út í því að reyna að fá kosninguna ógilda á morgun á hinum og þessum forsendum. Heyrist stemmningin vera þannig hjá Samfylkingarliðinu, sem náttúrlega þolir ekki lýðræðislega niðurstöðu ef hún hentar þeim ekki.

Við kjósum þá bara  aftur og það með enn meiri mun, því ég er nokkuð viss um að stór hæluti þeirra, sem lét hjá líða að kjósa hafi verið sigurvissir stuðningsmenn Ólafs. 

Ég  reikna allavega með meiri subbuskap úr röðum Þóruframboðsins, sem er um 80% samfylkingarfólk samkvæmt núverandi niðurstöðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2012 kl. 02:00

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér hefur sýnst undanfarið að einhver öfl séu með öllum ráðum að reyna að spilla þessum kosningum og maður þarf svosem ekki að geta sér til um hvaða lið það er.  Ég hef aldrei séð annað eins.

Þessar kosningar nú eru bein aðför að sitjandi forseta og ástæðan er Icesave.  Fylgismenn útrásaraðalsins og flokkur þeirra Samfylkinginneita að láta sér segjast og halda jafnvel að fólk viti ekki hverjum þeir þjóna.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.7.2012 kl. 02:16

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Jón Steinar. Nú er ljóst að forsetinn nær að halda áfram að vera sú bremsa á stjórnarvitleysuna sem hann hefur reynst. Þóra nær því ekki að hjálpa Samfylkingunni að halda þjóðfélaginu í lás.

En gera þarf betur. Andstaðan við ríkisstjórnina verður að skerpa sig. Kannski þurfa þau bara að horfa á hrun Evrulanda á viðskiptarásunum Bloomberg og CNBC, ekki í Evru-RÚV sjónvarpinu BBC, sem fæst ekki til að viðurkenna hrun Evrulanda hreint út.

Ívar Pálsson, 1.7.2012 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband