Stefna VG og Steingríms J.

Vinstrigraen afturabak

Allt í einu man Steingrímur J. eftir því hver stefna VG er. Hann er enn allsráðandi- ráðherra af því að hann sveik stefnu Vinstri grænna vegna ESB, AGS, Icesave, einkavæðingar bankanna osfrv. osfrv. Ef formaðurinn tekur enn mark á sínum flokki, þá slítur hann þessari ríkisstjórn nú þegar, enda stendur hún gegn flestu því sem VG stendur fyrir.

Lifum ekki í blekkingu: Vinstri græn munu ekki samþykkja olíuhreinsunarstöð, hvar sem er á Íslandi. Olíuborun úti í hafsauga er kannski samþykkt hjá VG ef ekkert sést til hennar og vondu alþjóðafyrirtækjanna, nema ofurskattarnir sem lagðir verða á starfsemina, raunar svo háir að enginn hefur áhuga á að bora.

En VG getur treyst því að Steingrímur J. fylgir stefnunni út í æsar sem fyrr. Hann lætur sko Samfylkinguna ekki afvegaleiða sig.

 

Úr utanríkisstefnu VG (feitletranir ÍP):

„Við teljum að öll ríki heims eigi að hafa óskoraðan rétt og tækifæri til að nýta auðlindir sínar á skynsamlegan hátt í því augnamiði að byggja upp velferðasamfélög sem standast kröfur um sjálfbæra þróun. Til þess að svo megi verða þarf að leysa hinar fátækari þjóðir af skuldaklafa Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Alþjóðabankans, og endurskoða starfsemi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar frá grunni. Leikreglum heimsviðskipta þarf að gerbreyta til að tryggja félagslegt jafnrétti og virðingu fyrir öllu umhverfi.

Samskipti við Evrópusambandið ber að þróa í átt til samninga um viðskipti og samvinnu, m.a. á sviði menntamála, vinnumarkaðsmála og umhverfismála. Hugsanlegur ávinningur af aðild Íslands að Evrópursambandinu réttlætir ekki frekara framsal á ákvörðunarrétti um málefni íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópusambandinu því hafnað. Hagsmunir fjármagns og heimsfyrirtækja eru í alltof ríkum mæli drifkraftar Evrópusamrunans, miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði einkennir stofnanir þess um of.“


mbl.is Olíuhreinsun yrði þvert á stefnu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sjái það allir að það þýðir ekkert fyrir VG að ætla að selja þessi stefumál framar nema að skipta út forystu flokksins eins og hún leggur sig, það trúir ekki nokkur maður einu einasta orði sem kemur frá SJS.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.7.2012 kl. 11:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband