Vinstri maður með þekkingu á ESB- vandræðum!

David Miliband

David Miliband var í senn skemmtilegur og faglegur í tali í HÍ í dag. Tilvistarklemmu Evrusvæðisins var lýst til hlítar, þar sem Bretar verða tæpast hluti af lausn Evrunnar, sem er fjármálalegur, peningalegur og stjórnmálalegur samruni með tilheyrandi afsali fullveldis. Margt kom þar fram t.d. þetta:

Meginlandið (Brussel) er ekki hrifið af kröfu Breta um endurheimt fullveldis til ESB ríkjanna sjálfra og stöðvar því þau frumvörp.

Kosningafyrirkomulagi til Evrópuþingsins var breytt, illu heilli að mati Davids Miliband, þar sem enginn viti nú heiti síns þingmanns á Evrópuþinginu! Tengslin voru rofin. Evrópuþingið er ekki lýðræðislegt svar til framtíðar.

Lausnir vandræðanna finnast helst á heimaslóðum, enda skapast þau helst þar.

Rangt er að aðild að Evru sé nauðsynleg til þess að hafa áhrif innan ESB. Nokkrar slíkar þjóðir hafa þó áhyggjur af þróuninni, ss. Bretar, Svíar og Danir. 

Evruþjóðir runnu ekki saman eins og vonast var til, heldur uxu í sundur.

Afhendingarskortur hrjáir ESB. Að skila af sé því sem lofað var (eins og ég skildi hann, "delivery deficit").

Margt fleira, meira seinna. En deginum ljósara er að þarna fer maður með djúpan skilning á vandræðum ESB og  Evrusvæðisins og að lausnunum fylgja afar erfiðir kostir. Fráleitt er að Íslendingar fórni sér inn í þetta víti, sem er ekki tímabundið eins og David staðfestir, heldur með grundvallarforsendubrestum.

 

 


mbl.is Samræma þarf efnahags- og stjórnmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott að fá slíkar heimsóknir

Helga Kristjánsdóttir, 26.9.2012 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband