Phyrrosarsigur Jóhönnu Sig.

Nú telur Jóhann Sig. að við séum „náttúrulega bundin“ af þessari „afgerandi“ niðurstöðu, þar sem Ísland færist þá öllu nær ESB- bjargbrúninni. Svör fengust við fimlega orðuðum spurningum um margt nema fullveldisframsalið til ESB, sem komst þá yfir þessa stóru hindrun atkvæðalaust. Þeir kjósendur sem svöruðu því neitandi að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá (og vildu því ekki ræða þær tillögur frekar) urðu þar með úti í kuldanum. Kannski er þetta snilldarbragð? En þá verður t.d. sá stóri hluti þjóðarinnar sem stendur gegn ESB- aðild að sætta sig við það að svona virkar lýðræði Samfylkingar og Vinstri Grænna.

Flóðvarnargirðingarnar sem eru til staðar í núverandi stjórnarskrá gegn svona fullveldisframali verða æ líklegri til þess að bresta þegar Jóhönnu tekst að mynda skörð í varnirnar. Líkt og með New Orleans og Katrínu forðum, þá veit maður aldrei hvaðan hættan kemur og hún kom innanmegin frá og braut síðustu varnirnar. Til hvers er allt þetta brölt svo? Allar leiðir liggja til Rómar, að ESB- sáttmálanum. Þar er hinn faldi tilgangur Jóhönnu Sigurðardóttur, sem vill á spjöld sögunnar (eftir að hafa verið nefnd sem ein valdamesta kona heims sbr. Forbes) fyrir það að færa Ísland til nútímans, til ESB á silfurbakka, þannig að hún geti gengið sæl með lífsstarfið út í sólarlagið.

 


mbl.is „Er afskaplega stolt af þjóðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Vonandi líður þér betur eftir þennan blástur. Hins vegar er 111 greinin ekkert til að hafa áhyggjur af varðandi ESB þar sem alltaf þarf þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu. Það er ekkert í kortunum á næstunni sem bendir til að slík tillaga fengi meirihlutafylgi.

Ef hins vegar sú staða kæmi upp á einhverjum tímapunkti að meirihluta landsmanna þætti hag sínum betur borgið í ríkjasambandi, ætti þá að meina þeim það?

Væri það lýðræðislegt...?

Haraldur Rafn Ingvason, 21.10.2012 kl. 18:43

2 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Það er ekkert talað um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðsu í 111. gr, léttilega hægt að skella á þjóðina viðamiklu framsali fullveldis á fáum mánuðum eða vikum þegar þjóðin liggur vel við höggi vegna einhverskonar áfalla ein og t.d eins og hrunið 2008.

Niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslunar 2012 um tillögur stjórnlagaþings eru þær næst verstu síðustu 100ár, aðeins athvæðagreiðslan um afnám innflutningsbanns á áfengi 1933 var lélegri.


Eggert Sigurbergsson, 21.10.2012 kl. 19:26

3 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Hefur þú lesið 111. grein, Eggert?
Hún er svohljóðandi.

"Framsal ríkisvalds.

Heimilt er að gera þjóðréttarsamninga sem fela í sér framsal ríkisvalds til alþjóðlegra stofnana sem Ísland á aðild að í þágu friðar og efnahagssamvinnu. Framsal ríkisvalds skal ávallt vera afturkræft.

Með lögum skal afmarka nánar í hverju framsal ríkisvalds samkvkæmt þjóðréttarsamningi fels.

Samþykki Alþingi fullgildingu samnings sem felur í sér framsal ríkisvalds skal ákvörðunin borin undir þjóðaratkvæði til samþykktar eða synjunar. Niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu er bindandi."

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 21.10.2012 kl. 21:53

4 identicon

Ingibjörg: Ef okkur langar í Evrópusambandið munar okkur varla mikið um að breyta stjórnarskránni þegar að því kemur. Framsal ríkisvalds er það afgerandi skref og svo mikið til langframa að töf í mesta lagi 4 ár á ekki að skipta máli sé þjóðin ákveðin.

Er þetta blessaða ákvæði ekki til þess eins fallið að geta nýtt sér það í skyndi ef upplausnarástand myndast?

Mér finnst ágætt að hafa smá kælitíma innbyggðan í stjórnarskrána.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 21.10.2012 kl. 23:48

5 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég túlka þetta ákvæði þannig að ríkisstjórnin ein geti ekki tekið ákvarðanir um það ein og sér að ganga í ESB eða annan eins óþarfa.

Ég hef nákvæmnlega engar áhyggjur að íslenska þjóðin samþykki aðild að ESB.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.10.2012 kl. 00:21

6 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Ingibjörg, já ég las 111. gr, last þú það sem ég skrifaði? ég skrifaði: "Það er ekkert talað um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðsu í 111. gr"

Framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu skiptir mestu máli, í dag þarf að rjúfa þing til að framselja fullveldi en í nýju tilögunum þarf ekki að rjúfa þing og getur þjóðaratkvæðagreiðslan farið fram samstundis að lokinni atkvæðagreiðslu laga um framsal fullveldis á alþingi, raunhæft væri að segja að 1 til 3 mánuðir yrði niðurstaðan eins og staðan er í dag en með rafrænum kosningum í framtíðinni þá gæti þetta farið enn neðar.

Vert að geta þess að framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðsla um viðeigandi málefni er skilgreind  í 60. 65. 66. 84 og 113 gr. tillagna stjórnlagaráðs og sker því 111. gr sig úr þrátt fyrir að vera ein sú mikilvægasta, tímarammi þjóðaratkvæðagreiðsla er frá 1 mánuði upp í 24 mánuði þar sem það er tilgreint. 

Tilgangur 111. gr er að geta framselt fullveldi á sem skemmstum tíma svo að sem minnstur tími gefist til að andstæðingar framsals nái vopnum sínum til andófs þ.e hægt verður að troða frumvarpi sem felur í sér framsal á fullveldi í gegnum alþingi í skjóli moðreyks, eins og oft er gert á okkar háttvirta alþingi, og að það verði komið í þjóðaratkvæði áður en moðreykurinn þynnist. 

Þjóðaratkvæðagreiðslur um afsal fullveldis sem fá litla eða loðna umföllun eru dæmdar til vera með lélega kosningaþáttöku.

En svo er nú líka hinn handleggurinn þar sem sumir trúa því að fullveldi sé tálmi fyrir auknum samruna Íslands við Evrópu og því "réttmætt" að beita blekkingum og moðreyk í anda Loka Laufeyjarsonar.

Eggert Sigurbergsson, 22.10.2012 kl. 12:01

7 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Eggert:

Það eru þegar til lög um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.

http://tinyurl.com/8o79spg

Svo ég hugsa að framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar fari eftir lögum sem þegar eru til.

Svo er líka málskotsréttur forseta Íslands.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.10.2012 kl. 12:29

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Vissulega er framkvæmdin réttilega formföst eins og þið bendið á. Því er það áhyggjuefni að þessi fyrri hindrun sé hugsanlega að baki án þess að reynt hafi á átakaþættina. Innrásarliðið er komið full- nálægt kastalanum.

ESB- áætlunin heldur nú óhindruð áfram með öllum þeim þáttum sem henni fylgir, í stað þess að kjósa ætti um hana eina og einbeita sér síðan að lagfæra instaka þætti stjórnarskrárinnar ef fólk vill, á skýran hátt.

Ívar Pálsson, 22.10.2012 kl. 15:15

9 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég hef engar áhyggjur af þessu.

Persónulega hef ég afskaplega litla trú á því að meirihluti íslendinga kæri sig almennt um inngöngu í ESB.

En líkt og Haraldur bendir á, að komi til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram og þorri kjósenda samþykki inngöngu, þá er í sjálfu sér lítið sem maður getur sagt eða gert. Þannig virkar lýðræðið, og maður verður bara að taka því.

Þá þýðir ekki að kenna loðnum spurningum um, eða gera þeim sem sátu heima upp skoðanir.

Annars langar mig að taka fram að mér þykir afskaplega lítið gert úr allri þeirri vinnu sem fór í undirbúning þessarar þjóðaratkvæðagreiðslu, og ánafna þeirri vinnu sem tugir ef ekki hundruðir einstaklingar lögðu fram til Jóhönnu og samfylkingarinnar. Þykir afskaplega hæpið að halda því fram að Jóhanna hafi allan tímann verið með skítugar krumlurnar í þessu og togað í alla strengi, alla leiðina.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.10.2012 kl. 16:00

10 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

1. gr. (1. mgr)Álykti Alþingi að fram skuli fara almenn og leynileg þjóðaratkvæðagreiðsla um tiltekið málefni eða lagafrumvarp fer um framkvæmdina samkvæmt lögum þessum. Niðurstaða slíkrar atkvæðagreiðslu er ráðgefandi(2. mgr)Lögin gilda einnig um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram skv. 3. mgr. 11. gr., 26. gr. og 2. mgr. 79. gr. stjórnarskrárinnar.

4. gr. Þjóðaratkvæðagreiðsla skv. 1. mgr. 1. gr. skal fara fram í fyrsta lagi þremur mánuðum og í síðasta lagi einu ári eftir að þingsályktunartillaga hefur verið samþykkt á Alþingi.

Samkvæmt þessum lögum Nr 91 2010 er ekkert minnst á tímaramma heldur er vísað í viðeigandi greinar stjórnarskrárinna, aðeins er talað um tímaramma ef alþingi ákveði með þingsályktunartillögu um að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla sem hefur ekkert að gera með 111. gr og er því tímarammi þjóðaratkvæðagreiðslu um fullveldisafsal opið sem er líklega tilgangurinn.

Það er einföld staðreynd í lífinu að ef það er opið færi í lögum þá er látið reyna á það við fyrsta hentugleika.

Eggert Sigurbergsson, 22.10.2012 kl. 17:10

11 Smámynd: Ingibjörg Axelma Axelsdóttir

Ég ímynda mér að þessi lög gildi um 111. grein líka, þótt það sé gert ráð fyrir ráðgefandi niðurstöðum.

Eini munurinn væri sá að niðurstöðurnar yrðu bindandi, samkvæmt stjórnarskránni, verði hún á annað borð samþykkt.

Og þar sem lagasafn okkar er að mörgu leyti byggð á stjórnarskránni, þá yrði þessum lögum breytt, eða tímabundin sett líkt og var gert í tilvikum þjóðaratkvæðagreiðslna varðandi Icesave 1 og 2.

Ég er nú enginn aðdáandi Jóhönnu eða hennar possíi, en ég tel það virkilega hæpið að nokkur ríkisstjórn eigi eftir að þröngva okkur í ESB og bíða með þjóðaratkvæðagreiðsluna í 4 ár. Til að halda slíkri samsæriskennd á lofti krefst mikils haturs.

Slík framkvæmd og þú grunar Samfylkingarmenn um væri pólitískt sjálfsmorð af svo mikilli stærðargráðu að ekki einu sinni Samfylking er fær um hana.

Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 22.10.2012 kl. 17:34

12 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

"Merkingarlaus þjóðaratkvæðagreiðsla
Í þeirri ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór sl. laugardag, 20.

Í þeirri ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fór sl. laugardag, 20. október, var spurt um það, hvort kjósandi vildi að tillögur stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Um 66% þeirra sem kusu svöruðu spurningunni játandi.

Nú hafa fleiri athugasemdir verið gerðar við tillögurnar en ég hef tölu á, en margar lúta að merkingarleysi og mótsögnum. Þetta hefur verið viðurkennt í verki, með því að nú um nokkurt skeið hefur starfshópur lögfræðinga verið að fara yfir tillögurnar, væntanlega til að sníða af ágalla þessa og fleira sem athugunarvert þykir.

Um hvað snerist þá þessi atkvæðagreiðsla? Um ófullburða plagg sem fullyrða má að landsmenn höfðu afar óljósa hugmynd um, hvað fæli í sér. Tæpitungulaust snerist atkvæðagreiðslan því ekki um neitt. Hér er unnið í anda sýndarlýðræðis sem er vísastur vegur til að rækta jarðveg fyrir pólitíska spillingu, þannig að hún verði stunduð í skjóli teygjanlegs lýðræðilegs umboðs sem túlka megi á hvaða veg sem er og réttlæta hvað sem er.

Forsætisráðherra lýsti því í Silfri Egils í gær að afgreiðsla endurskoðaðs stjórnarskrárfrumvarps yrði látin hafa algeran forgang á Alþingi og önnur mál látin bíða ef tími reynist ónógur. Þeirri hugsun verður nú varla varizt að með þessu sé verið að draga athyglina frá raunverulegum vandamálum, einkum atvinnumálum og skuldamálum heimila og fyrirtækja, enda skammt til kosninga. Og þá er spurningin hvort Alþingi standi í hlýðni við forsætisráðherra eða taki sjálft frumkvæði að því að taka á þeim vanda sem helzt brennur á þjóðinni."

Grein sem birtist í Fréttablaðinu  22 október eftir Sigurð Líndal lagaprófessor

http://vefblod.visir.is/index.php?s=6481&p=140121

Eggert Sigurbergsson, 22.10.2012 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband