Þjóðin sem kaus

Stjornarskrarkosning2012

Höldum til haga hvernig atkvæði féllu í kosningunni um Stjórnlagaráðs- tillögurnar. Taflan hér til hliðar sýnir að 31% kjósenda vildu að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu lagðar til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Náttúruauðlindirnar voru vinsælastar til þessarar þjóðar (35,7%), en Þjóðkirkjan heillaði minnst (24,6%). Annað var þarna á milli.

Jóhanna Sig. telur niðurstöðurnar svo afgerandi, að byggja verði nýja stjórnarskrá á þeim, enda kaus þjóð hennar á þennan hátt. Hún viðhafði ekki sömu ummæli og flokkssystir hennar og forveri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir lét flakka: „Þið eruð ekki þjóðin“, enda er auðmýkt Jóhönnu viðbrugðið.


mbl.is Vöndum okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Runólfsson

Sæll vertu Ívar.

Þetta sem þú segir í þessari grein er beinlínis rangt. Að 31% kjósenda vilji að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar nýrri stjórnaskrá er barnalegur misskilningur, eða fáranlegur útúrsnúningur. Áðilar á kjörskrá verða ekki kjósendur fyrr en að þeir nýta sér kosningarrétt sinn. Í þessum kosningum nýtti rétt um 49% aðila á kjörskrá sér kosningarrétt sinn. Þar af leiðandi greiddu um 66% kjósenda atkvæði með tillögum stjórnlagaráðs.

Að gera þeim sem ekki nýttu sér kosningarrétt sinn upp skoðun er út í hött.

Gunnar Runólfsson, 23.10.2012 kl. 13:34

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunnar, ég get fallist á það að í stað „kjósenda“ þá hefði ég mátt rita „kosningabærra manna“. Enginn misskilningur eða útúrsnúningur er hér á ferð.

Áfram standa staðreyndirnar eins og ég skrifaði þær. Ég gerði ekki hinum 69% kosningabærra manna upp skoðun. Enginn veit hvað þau vilja sem heild, það er einmitt punktur minn.

Ívar Pálsson, 23.10.2012 kl. 13:57

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

 Þetta er hárrétt hjá þér Ívar. Helmingur kosningabærra manna kaus að taka ekki þátt í þessum skrípaleik ríkisstjórnar og bíða þar til fullunnin stjórnarskrárbreytingar liggja fyrir.

Það sýnir að stærsti hluti þjóðarinnar lætur ekki ríkisstjórn hafa sig að fífli.

Eggert Guðmundsson, 23.10.2012 kl. 15:06

4 Smámynd: Gunnar Runólfsson

Já Ívar, við getum verið sammála um að 69% kosningabærra manna mætti ekki á kjörstað eða kaus á móti tillögum stjórnlagaráðs (ég gef mér að þú hafir reiknað 31% rétt, kannski ekki það mikilvægasta hérna). En hvaða ályktanir getum við dregið af þeirri tölfræði? Að hvaða niðurstöðu kemst þú út frá þeirri staðreynd að samanlagt hlutfall þeirra sem ekki kusu og þeirra sem kusu á móti er 69% aðila á kjörskrá?

Gunnar Runólfsson, 23.10.2012 kl. 18:02

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Fylgjendur þessa Stjórnlagaráðs- herferðar (ss. RÚV) hömpuðu ekki beint atkvæðafæðinni á bak við þennan stórsigur. Umræðu er þörf um það af hverju fylgjendur eru svo fáir og hvort þeir geti þá bundið okkur öll niður með þessum tillögum í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég tel að margir hafi hugsað eins og ég og félagar mínir í andstöðu við þetta brölt á ögurtímum: annað hvort að hunsa þetta og sýna andstöðuna þannig eða að kjósa neitandi. Amk. er niðurstaðan ljós, að 31% kjósa að þetta fari fyrir Alþingi.

Ívar Pálsson, 23.10.2012 kl. 19:04

6 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Lágkúra

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.10.2012 kl. 23:51

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Umræðu er þörf um það af hverju fylgjendur eru svo fáir og hvort þeir geti þá bundið okkur öll niður með þessum tillögum í ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu.

Ég held einmitt að þeir sem kusu geti bundið þá sem kusu ekki. Allir höfðu tækifæri.

Það skiptir engu máli þó einhver tæki sig til og hringdi í alla sem kusu ekki og fengi staðfest að þeir voru allir á móti stjórnarskránni.

Svo lengi sem þeir mættu ekki á kjörstað til að skrifa bókstafinn x 6 sinnum hefur þeirra huglæga afstaða bara ekkert að segja.

Þeir sem nýta atkvæðisréttinn er það úrtak sem niðurstöður eru reiknaðar út frá. Punktur.

Ef að 3 hefðu kosið í Icesave kosningunum, 2 með samningnum og 1 á móti, hefðu lögin talist samþykkt. Ef 4 hefðu kosið í forsetakosningum, tveir hefðu kosið Ólaf, einn Herdísi og sá fjórði Þóru, hefði Ólafur Ragnar samt unnið.

Í þessu samhengi skiptir ekki máli hvort kosningin er bindandi eða ráðgefandi, að mínu mati.

Theódór Norðkvist, 23.10.2012 kl. 23:53

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

nkl Th. N

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 24.10.2012 kl. 00:01

9 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ég skil ekki fólk sem sér ekki staðreyndir sem blasa við þeim. Þessi kosning  var til að fá álit þjóðar. Um HVAÐ?

1.Ófullgerðar  tillögur Sjórnlagaráðs sem biðu eftir lögfræðiáliti Alþingis

2. Viðhorfskönnun  (já eða nei) til ýmissa mála.

Þessi kosning var einungis skrípaleikur og kosnaðarsamt " Aprilgabb" í október.

Eggert Guðmundsson, 24.10.2012 kl. 00:33

10 identicon

Það er áhugavert að þeir sem vilja tillögur stjórnlagaráðs segja að þeir sem benda á kjörsóknina séu að gera öðrum upp skoðanir, að þeir sem sátu heima hafi setið hjá, en jafnframt að tillögurnar hafi fengið stuðning þjóðarinnar í kosningunum. 

Ef það er rétt túlkun (og túlkun er víst nauðsynleg þegar Jóhanna Sigurðardóttir heldur þjóðaratkvæðagreiðslu) að þeir sem ekki tóku þátt hafi verið að segja pass og fela öðrum að ákveða fyrir sig eru það þá þátttakendur í atkvæðagreiðalunni sem ráða? Er það þá ekki frekar þingið, sem er stjórnarskrárgjafi samkvæmt gildandi stjórnarskrá?

Mér sýnist mótsögn í því að segja eina stundina að fjarvera meirihluta atkvæðisbærra manna skipti ekki máli og hina stundina að þingið sé á einhvern hátt bundið af atkvæðagreiðslunni.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 24.10.2012 kl. 01:08

11 Smámynd: Theódór Norðkvist

Hvaða rök eru það að tillögurnar voru ófullgerðar? Sá sem vill halda því fram átti einfaldlega að mæta á kjörstað og kjósa gegn þeim.

Theódór Norðkvist, 24.10.2012 kl. 01:10

13 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Þar sem þú ert svo góður í að greina ógreidd atkvæði ert þá ekki til í að segja okkur hvernig þau féllu. Ertu kannski enn að telja?

Þorvaldur Guðmundsson, 24.10.2012 kl. 11:57

14 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Rúmlega 50% kosningabærra manna sat heima í þessari skoðanakönnun.

Ég er þess fullviss að stór hluti þeirra  munu láta sjá sig á kjörstað þegar fullgerð  Stjórnarskrá frá Alþingi liggur fyrir.

Þá fyrst er hægt að kjósa um einhvern raunveruleika í stað einhvers (JÁ OG NEI) skrípaleik að hálfu Ríkisstjórnar með tillögugrundvöll stjórnlagaráðS.

Eggert Guðmundsson, 24.10.2012 kl. 12:35

15 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Staðreynd er að í tvígang þá hefur landinn gefið skít í þetta stjórnarskrár klór Jóhönnu. Það er bara hennar fólk sem ljær máls á að hringla með stjórnarskránna. 

Þeir sem taka ekki mark á jafn afgerandi höfnun og hefur átt sér staðar í þessu máli eru ekki með réttu ráði, og það að skilja ekki og þjösnast áfram í svona máli er hættulegt, bæði yfirgangs mönnum sem og líka prúðu hæglætisfólki. 


    

Hrólfur Þ Hraundal, 24.10.2012 kl. 18:16

16 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er þess fullviss að stór hluti þeirra  munu láta sjá sig á kjörstað þegar fullgerð  Stjórnarskrá frá Alþingi liggur fyrir.

Fínt, við fáum þá vonandi frið fyrir stjórnmálamönnum og rugludöllum sem segja að þeir sem kusu ekki kusu samt, annaðhvort með eða á móti.

Theódór Norðkvist, 25.10.2012 kl. 00:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband