Danir forðast fullveldisafsalið

Mario BrosMario Draghi, forseti Evrópska seðlabankans, skefur ekkert af nauðsyn fullveldisafsals:„..til þess að hægt verði að enduvekja traust á Evrusvæðið þá þurfa ríkin að færa hluta fullveldis síns á Evrópustigið“ (“in order to restore confidence in the euro area, countries need to transfer part of their sovereignty to the European level.”). Eftir heimsóknina í þýska Ríkisþingið þá eru þeir ráðamenn sammála um aðgerðir. Embættið Fjárlagastóri ESB verður stofnað og þá getur Evrópski seðlabankinn farið að kaupa skuldabréf skuldugra Evrópuríkja ótæpt.

Danskur almenningur lætur ekki plata sig og 2/3 hlutar aðspurðra standa gegn upptöku Evru. Skrýtið að þau vilji ekki að Þýskaland hlutist til um fjárlagagerð í Danmörku!

Hér er mynd af ánægðum Draghi, sannkallað Mario Bros! 

  

 


mbl.is Danir vilja ekki taka upp evruna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: The Critic

Danir eru með sína krónu hengda á evruna. Gengi Evru og Dönsku krónunnar er fast, einnig fylgja vextir í Danmörku vöxtum seðlabanka evrópu, með smá skekkju mörkum. Danir eru með Evru sem þeir kalla Danska krónu til að friða almenning. Áður en danska krónan var hengd á Evruna þá var hún hengd á Þýska markið, þannig að jú þýskaland hlutast til með fjárlagagerð í Danmörku og hefur gert það í áratugi. Get ekki séð að dönum hafi orðið meint af, ef við værum með svipað sístem á íslandi  væri hér miklu betra ástand í gjaldeyrismálum. 

The Critic, 28.10.2012 kl. 20:17

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Danir halda lokastjórn á sinni krónu, eru ekki eitt 17 Evrulanda og halda sig utan S- Evrópu- hrunaðgerðanna eins og Svíar og Bretar gera. Það er ekki sami hlutur að vera með Evrutengda krónu eða vera Evruland, ekki frekar en EES & ESB sé það sama. Þar munar mest um fullveldið.

Ívar Pálsson, 28.10.2012 kl. 20:51

3 Smámynd: Þorsteinn J Þorsteinsson

Tad er nefnilega ekki sami hlutur tesvegna vard,hell Torning ,ju ad svara spurningum um af hverju Danir væru ekki vid bordid tar sem akverdanirnar eru teknarverda ad fylgja teim akvørdunum semeru teknar,tetta vat hun ju ad reina ad verja fyrir tjodini svo audvitad eru Danir bunir ad afsala,ser fullveldi bædi i sambandi vid Evru og einnig i sambandi vid evropusambandid

Þorsteinn J Þorsteinsson, 28.10.2012 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband