Lýðskrumið ríkir

AFP Sri Lanka soldier

Hvað hræðast nær allir þingmenn svo mikið, að þeir samþykkja umorðalaust tugmilljarða sóunaraðstoð af íslenskum láns-gjaldeyri til spilltustu kúgunarríkja í heimi? Er sú hræðsla komin á það stig að jafnvel Sjálfstæðisflokkurinn tekur undir þetta Samfylkingarhjal án mótatkvæða? Vigdís Hauksdóttir þarf að standa ein úti á víðavangi til verndar hrjáðum Íslendingum, þegar þingmenn hoppa nær allir sem einn í lýðskrums- julluna og vilja ekki rugga henni fyrir kosningar. Þetta minnir á Icesave3, þegar krosstrén brugðust líka. 

Fólk forðast umræðuna um þennan fjáraustur til óþurftar, þar sem hver vatnsdropi upp úr brunni endar með að kosta vigt sína í gulli og hver skólaganga á við Harvard-vist. Verst er að kerfi eru fóstruð sem viðhalda þeirri spillingu sem skóp ástandið þar sem peningunum er eytt.

Spyrjið fólk sem hefur unnið í þessu í áratugi. Kynnið ykkur málin, t.d. að 8% upprunalegu fjár- upphæðarinnar hjá SÞ endar hjá þeim börnum sem hjálpa átti. Ríkið sendir Íslendinga til vistar í löndunum með milljóna- skattfrí laun, kokk og hvaðeina. Kerfið er fyrir löngu farið að fóstra sig sjálft, til viðhalds sjálfu sér og þeim úrelta grunni sem það byggði á í ídealísku upphafi sínu.


mbl.is Deildu um afstöðu Vigdísar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það verður ekki af þér skafið að þú hefur kjark til að segja það sem þú meinar.

Árni Gunnarsson, 22.3.2013 kl. 17:30

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, ég lít á þetta sem hól, Árni. Skrumið virðist vera þvert á flokka á þessari stundu.

Ívar Pálsson, 22.3.2013 kl. 17:43

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sammála þessu Ívar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 22.3.2013 kl. 17:59

4 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ívar nefnir þó ekki orðið sem mér flaug fyrst í hug; flott-ræfils-háttur. 

Miðað við hallarekstur ríkissjóðs er vandséð hvaðan þessir 24 milljarðar eiga að koma - og það í beinhörðum gjaldeyri.

Kolbrún Hilmars, 22.3.2013 kl. 18:11

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Væri ekki tekið af mestri ábyrgð á vandamáli hungurs og offjölgunar ef mannkyninu fækkaði í byrjun um svona einn páfa?

Árni Gunnarsson, 22.3.2013 kl. 22:09

6 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Tökum bara lán hjá vonda bankanum sem ber ábyrgð á ástandinu í 3. heiminum og notum það í aðstoð þar sem 90% af aurnum fer í mútur og milliliði.......

Guðmundur Böðvarsson, 23.3.2013 kl. 10:53

7 Smámynd: Samstaða þjóðar

 

Þróunarsamvinnustofnun Íslands er hreinrækjuð Sossa-búlla. Stór hluti ofurlauna starfsmanna ratar í flokkssjóði Samfylkingar. Núverandi framkvæmdastjóri Engilbert Guðmundsson var skipaður í starf af Össuri Skarphéðinssyni og dugði honum að sýna flokksskírteinið. Forveri Engilberts var annar Sossi að nafni Sighvatur Björgvinsson og allir vita hversu vanhæfur sá maður er til allra hluta.

 

Forgangsröðun ríkisstjórnarinnar hefur allt kjörtímabil Alþingis verið á sömu bókina lært. Heilbrigðiskerfi landsins er að molna niður og þær sjúkdóma-rannsóknir sem ættu að vera undirstaða þess, eru vanræktar. Þannig hefur ríkisstjórnin neitað að setja eina krónu í MND-rannsóknir. Rannsóknir á öðrum sjúkdómum eru að mestu fjarmagnaðar með gjafafé og happdrættum.

 

Ég tek undir hvert orð sem þú segir Ívar, það er nöturlegt að einungis einn Alþingismaður hefur þrek til að standa gegn þessum fjáraustri. Allt kjörtímabilið hefur Vigdís Hauksdóttir staðið sem klettur í brimólgu hafsins. Engin von virðist til að forusta Sjálfstæðisflokks fari að taka hagsmuni þjóðarinnar fram yfir vonina um að komast aftur á ríkisspenann við hlið Samfylkingar.

 

Loftur Altice Þorsteinsson.

 

 

Samstaða þjóðar, 23.3.2013 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband