Freistnivandi Framsóknar

Aedislegur

Freistnivandi Framsóknar verður meiri eftir því sem sól hennar rís hærra. Ef hún hækkar frekar gæti Framsókn freistast til þess að taka samtíning framboða með sér í stjórn í stað þeirrar styrku stjórnar sem Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur væru líklegastir til þess að mynda eftir næstu kosningar.

Hvaða flokkur annars? 

Samfylkingin sannaði vanhæfni sína ærlega og aðalstefnumálið er ekki á dagskrá hjá flestum Íslendingum. Vinstri græn náðu að setja brennimark sitt á Ísland, svo að undan svíður. Fjöldi annarra framboða næði ekki að smala köttum til athafna frekar en Samfylkingin gerði. Þau vonast eftir oddaaðstöðu, hvert fyrir sig. Þannig gætu týpur ráðið á örlagastundu eins og Þráin Bertelsson og Þór Saari gerðu á núliðnu þingi.

Hvert leita hópar? 

Athyglisvert er hvert áhrifamikill hópur leitar, en það er HMHH: Hámenntaðir- Miðaldra- Hátekjukarlar á Höfuðborgarsvæðinu. Þessi hópur er einn sá áhrifamesti, aðhyllist ESB og sérstaklega Evru. Stærstu félögunum eins og SA,SI og Viðskiptaráði er stjórnað af þessum hópi. Síðustu ríkisstjórnir voru þeim að skapi, með Evrópumálin ofar öllu. Þeir fyrtust við staðfestu Landsfundar Sjálfstæðisflokksins gegn ESB- umsókninni, en sækja hart á fyrir kosningar. Kannski leita þeir að lokum yfir í Framsókn, eða þar til Sigmundur Davíð segist munu slíta ESB-viðræðum strax? En varla gerir hann það, þar sem Framsókn líkar fylgisaukningin. 


mbl.is Framsókn með 28,5%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verðum við ekki að gera ráð fyrir því að framsóknarfólkið velji sterkasta stjórnarmynstrið? það mun ekki veita af því í þeim viðfagnsefnum sem næsta ríkisstjórn mun standa frammi fyrir, ef það á að koma þjóðfélaginu í lag aftur þá þarf samhenta sterka ríkisstjórn þar sem þjóðfélagslegir fleygar á borð við ESB umsókn og hrákasmíðaða stjórnarskrá verði ekki að þvælast fyrir.

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 28.3.2013 kl. 12:20

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Alla vega er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn veldi Framsókn nokkuð örugglega ef XD fengi umboðið til stjórnarmyndunar. ESB- umsóknin, mál nr. 1 Samfylkingar/Bjartar framtíðar & Co kemur í veg fyrir samstarf þar. Síðan er ekki hægt að ræða orkumál, iðnað eða auðlindamál við VG, því að þar stöðvast hagvöxturinn.

Framsókn fer kannski að sýna hvernig á að fjármagna öll loforðin. Eru það mistök hjá XD að lofa ekki stórum greiðslum eða að banna ekki verðtryggingu, t.d. sem sparnaðarform? Ég held ekki, maður verður að geta staðið við sem flest að loknum kosningum og í anda frelsisins.

Ívar Pálsson, 28.3.2013 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband