Svandís er orsök vandans

Hydro Turbine

Svandís Svavarsdóttir, síðasti umhverfisráðherrann, olli m.a. vanda með varmaorkuna, þar sem hún samþykkt ekki vatnsaflsvirkjanir í Neðri- Þjórsá sem fyrir lágu og þá færðist álagið meir á gufuaflsvirkjanir. Orkumagn þeirra er óvissarra en vatnsorkunnar. Gufuaflið sleppir einmitt líka þeirri vatnsgufu sem hópur Svandísar hræðist mest, með koltvísýringi, þótt seint geti sá hluti kallast mengun.

Nýtum vatnsaflið 

Skilvirkni vatnsaflsvirkjana er alþekkt, en ekki fyrir Svandísi & Co., sem sjá ekki alvarlegar afleiðingar haftastefnu sinnar fyrr en allt er orðið of seint. Þeim Steingrími tókst að fæla Google og Microsoft frá landinu og sérstaklega ætlunarverk sitt, að Helguvíkur- framkvæmdirnar fengju að bíða árum saman, þar sem átti að framleiða ál fyrir vondu karlana. Vonandi tekst að koma Neðri- Þjórsá í rétta áætlun aftur fljótlega. Gufuaflsvirkjanir munu sveiflast til, líka eftir jarðhræringum ýmiss konar, holur opnast og lokast. En Þjórsá flæðir sem aldrei fyrr, m.a. vegna blessaðs hitnandi veðurfarsins.

Nýtum tímann 

Nýtum það vatnsafl til stórvirkja í friði og spekt eins og samþykktar áætlanir höfðu gert ráð fyrir áður en þær lentu í læstu skúffunni hennar Svandísar. Nýtum jarðhitann í nágrenni Reykjavíkur helst fyrir borgina, svo að áfram verði ljúft að búa þar, þrátt fyrir borgar-óstjórann. En aðallega, nýtum tímann meðan vinstri haftaöflin eru fjarri stjórnataumunum, þannig að undið verði ofan af þeim vandræðum sem þau skópu.


mbl.is Allt gert í sátt við náttúru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stærð álversins er orsök vandans af því að virkjanirnar í Neðri-Þjórsá duga ekki nema fyrir helmgini þeirrar orku sem álverið þarf.

Fyrir liggja yfirlýsingar talsmanna bæði Alcoa og Norðuráls um að lágmarksstærð til að álver geti borið sig sé 360 þúsund tonn.

Það þýða 625 megavött á ári.

En til að láta okkur rétta skrattanum litla fingurinn er látið í veðri vaka að álverin geti verið minni.

Bæði orkumálastjóri og forstjóri Landsvirkjunar hafa lýst því hve fráleitt það hefur verið að lofa risafyrirtæki allri orku á hálfu landinu fyrirfram, reka alla aðra minni og skaplegri frá og eyðileggja samningsaðstöðuna.

Ómar Ragnarsson, 14.6.2013 kl. 15:40

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Jafnvel þótt við gerum ráð fyrir að lágmarksstærð álvers til langframa þurfi þessi 625 megavött á ári, þá er Neðri- Þjórsá sá grunnur sem hvaða orkunotkun framtíðarinnar sem er myndi byggja á, sérstaklega fyrir Suður- og Suðvesturland, í stað þess að ganga hart að gufunni. Síðan er fráleitt að reyna að treysta á t.d. gufuaflið fyrir norðan, í stað þess að hafa þessar traustu vatnsaflsvirkjanir sunnan heiða í grunninn, sem vantar hvort eð er vegna orkuöryggis.

Rétt Ómar, munum eftir minni aðilunum. Ekki gerði Samfylking eða Vinstri græn það á sl. 4 árum. Amk. man ég ekki eftir að garðyrkjubændur hafi fengið mikið af ódýrri orku á því tímabili.

Ívar Pálsson, 14.6.2013 kl. 15:58

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hei, trúir þú þessu sjálfur? Get ég fengið eitthvað af þessum jurtum á svæðinu?

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2013 kl. 16:17

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Jenný Anna, hvað af þessu tengist trú eða blekkingu? Þetta er bara spurning um framkvæmdakosti. Sumir kjósa líka að gera ekki neitt eins og einn þingmaður Vinstri Grænna, sem taldi hagvöxt óþarfan. Segið Spánverjum og Grikkjum það.

Ívar Pálsson, 14.6.2013 kl. 16:50

5 Smámynd: Einar Karl

Þessi pistill stenst ekki skoðun. Svandís Svavarsdóttir varð umhverfisráðherra 2009. Þá var Hellisheiðarvirkjun nokkurn veginn fullkláruð.

Einar Karl, 15.6.2013 kl. 15:22

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Jú, Einar Karl. Þrýstingurinn á að láta Hellisheiðarvirkjun duga án Neðri- Þjórsár varð strax fyrir hendi.

Ívar Pálsson, 15.6.2013 kl. 16:19

7 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Ég er ekki á móti gufuaflsvirkjunum, en þær eru að mörgu leyti gallagripir. Bæði er orkan óviss og breytileg, en ekki síður er hvimleið mengunin sem frá þeim stafar. Koldíoxíð er ekki mengun og getur ekki verið það, en ýmislegt annað kemur upp við slíkar virkjanir. Frægt er brennisteinsvetnið, sem „hveralyktin“ stafar af. Það er ekki beinlínis eitrað, nema í afar stórum skömmtum, en þó afar hvimleitt. Fleira fylgir með í mismiklum mæli eftir staðsetningu og aðstæðum, þar á meðal flúór, klór, arsen (arsenik) o.fl. snefilefni, sem ekki teljast til heilsubótar. Þar við bætist brennisteinsdíoxíð, sem breytist að hluta í brennisteinssýru í andrúmsloftinu og veldur m.a. súru regni.

Vatsaflsvirkjanir eru í raun sólarorkuver, eilífðarvélar, sem ganga fyrir þyngdaraflinu. Meðan sólin skín mun vatn gufa upp úr höfunum, og þyngdaraflið sér til þess að þetta vatn leitar aftur til sjáfar. Vatnsorka er besta, hreinasta orka sem til er.

Vilhjálmur Eyþórsson, 15.6.2013 kl. 22:49

8 Smámynd: Höfundur ókunnur

Vilhjálmur:

Vatnsaflsvirkjanir eru engan veginn sólarorkuver ef innstreymi vatns er af völdum bráðnandi jökla. Skoða þarf upprunann til að fullyrða svona hluti.

En einmitt, vegna upprunans og hlýnandi loftlags hefði verið skynsamlegra að fara í vatnsaflið upp úr 2000 og eiga jarðvarmann inni. Slíkar raddir heyrðust á þessum tíma m.a. frá Guðrúnu Zoega, en ekki var hlustað. R listinn með Don Alfredo og öðrum stóðu fyrir því að mestu leyti.

Vilhjálmur, einnig:

Ekki kemur brennisteinsdíoxíð frá virkjunum okkar. Þetta hvimleiða efni myndaðist einna helst við bruna kola* og því var súrt regn vandamál í Evrópu. Þetta úrgangsefni er ekkert vandamál frá jarðvarmanum.

*Minnir að brúnkol séu verri en steinkol í þessu samhengi.

Höfundur ókunnur, 20.6.2013 kl. 08:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband