17. júní endurheimtur

Jon Sigurdsson 17 juni

Loksins er fagnandi frelsinu á 17. júní. Síðustu árin var jafnan vegið að sjálfstæðinu á þessum tíma. Sá miltisbrandur getur alltaf tekið sig upp aftur og því er gott að vera minntur á sjálfstæði Íslands á 17. júní, en ekki það hvernig grafa skal undan því á æðstu stöðum. Verst var að fyrri stjórnvöld hentu inn lagabreytingu um stjórnarskrána á sínum síðustu dögum, sem þarf þá að fara í vinnu við að ógilda.

Loksins er hægt að syngja Hæ, hó, jibbíjei og jibbíjei, það er kominn sautjándi júní.

Samfylkingu og Besta flokknum finnst ekki ástæða til að fólk dansi fram á nótt, þannig að hátíðahöldum er látið linna um kvöldmatinn, þegar þau ættu yfirleitt að vera að hefjast hjá unga fólkinu, framtíð Íslands, sem lætur sér annt um sjálfstæði þjóðarinnar. Tímasetningin er líklega eftir ESB-staðli !


mbl.is Evrópusambandið þarf að sanna sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hver sagði hin fleygu orð;” Ég nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér” þannig er mér og fleirum innanbrjósts meðan þessi bútur af aðildarköflum eru enn þá ekki komnir á bálið. En sú stund rennur upp,þá er ástæða til að fara á Þingvöll og ,,treysta vor heit,.

Helga Kristjánsdóttir, 18.6.2013 kl. 01:17

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Helga, nú þegar er ráðherrann farinn að tala um það hve góður samningur við ESB væri æskilegur! Eru (ESB-) stjórnir samtanna virkilega svona sterkar, SA, SI, ASÍ, Viðskiptaráðs...?

Ívar Pálsson, 18.6.2013 kl. 13:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband