Slegið á frest

Njoli Turid123

Sláttumaðurinn mikli, Jón Gnarr, stýrir þeim málum af sömu festu og fyrr, en nú er það rigning sem er nýja auma afsökunin fyrir illgresisborg Besta flokksins. Að vísu hélt ég að það rigndi jafn mikið á suma bletti og aðra, því að borgararnir slá bletti sína, en ekki borgin. Ég slæ raunar fyrir borgina meðfram sjávarstígnum heima síðustu árin, þar sem borgin hleypir því öllu upp í fífla og njóla og sést ekki í maí og júní þegar mest sprettur af stað. 

 er svo komið að illgresisplöntur jafnháar litlum börnum blómstra jafnvel á umferðareyjum við gangbrautarljós eins og á Suðurgötu við Hjarðarhaga, þar sem skert útsýni er orðið hættulegt. Sláttuorfin virka fullvel í rakanum, en borgin vill ekki beita unga fólkinu lengur í þessi störf á fullu.

Eflaust er verið að samræma atvinnuleysistölur ungs fólks við Evrópusambandið. Við verðum víst að aðlagast þeirra tölum og koma unga fólkinu upp fyrir 50% í atvinnuleysi!


mbl.is „Eins og ekkert hafi verið slegið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Þetta er orðið til skammar fyrir borgina.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 3.7.2013 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband