Refir og mávar ráða ríkjum

Rebbi

Sunnudagsbíltúr um Suðurnes var skemmtilegur í rigningunni í fyrradag. Ég tók myndir af forvitnum ref nálægt Höfnum og tók eftir mávageri á tjörnum skagans en fáum ungum. Erfitt er að horfa upp á nær óheftan uppgang refs og máva á kostnað fjölbreytilegs lífríkis. Krían varði sig þó vel, þétt saman í hópum. 

Í Fljótavík á Hornströndum horfði ég eitt sinn á ref athafna sig í u.þ.bþ tíu mínútur, þar sem hann kembdi stærðar- svæði skipulega í leit að eggjum og ungum.

Við byggðina í Reykjarfirði nyrðri á Hornströndum var refurinn ágjarn, en fuglategundir komust upp í skjóli kríunnar og bóndinn vaktaði svæðið með riffli.

Í Skerjafirði horfi ég daglega á máva vakta unga æðarfuglsins, þar sem ekkert má útaf bregða. Þó er það barnaleikur á við mávagerið á tjörninni, sem óhindrað plagar alla aðra íbúa hennar í boði Jóns Gnarr.

Viðhöldum fjölbreytileika fuglalífsins á Íslandi og höldum ref og mávum á skefjum. 

Smellið þrisvar á mynd fyrir fulla upplausn. 

Refur fox Hafnir IP2013

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband