Íbúarnir fengu nóg

Ibuafundur i Vesturbae

Fundurinn í dag um Hofsavallagötu- ævintýrið tók aðeins í hnakkadrambið á þeim sem ráða borginni núorðið og hafa lýst yfir stríði gegn bílandi þegnum sínum. Íbúarnir hafa strax fengið nóg af þessu tugmilljóna króna tilræði gegn öryggi borgaranna og umferðarflæði sem þessi vanhugsaða tilraun er. Framkvæmdin öll er lýsandi dæmi um það hvernig stjórn borgarmála á ekki að fara fram, allt frá svokölluðu samráði (sem ekkert er) til skortsins á skilvirkni, markmiða og sanngjarns tilgangs í aðgerðunum.

Facebook- lýðræði? 

Á Hofsvallagötunni kristallast baráttan á milli ídealistanna sem ráða en voru aldrei í raunverulegu kjöri eða kosningabaráttu (ss. Páll Hjaltason skipulagsstjóri) og íbúanna hins vegar, sem vilja fá frið fyrir þessum tilraunum Besta flokksins, Samfylkingar og Gísla Marteins & Co. Ráðist er á flest það sem virkar vel, án hugsunar um afleiðingarnar. Hofsvallagatan, bílastæði, bílaflæði, flugvöllur osfrv. Til hvers var þetta fólk (ekki) kosið? Er þetta afleiðing Facebook- lýðræðisins, þar sem hvaða Lúkasar- della sem er getur rokið upp, eignast sjálfstætt líf og jafnvel endað með óhæfri borgarstjórn eins og við sitjum uppi með í dag?

Umferðarflæði verður að haldast 

Samgöngustjóri rakti tölurnar, sem tala sínu máli: 10.000 bílar fóru um Hofsvallagötu án vandræða fyrir þessar breytingar. Um 72% fólksins í Vesturbæ sýndist mér ferðast á bílum til athafna sinna, en 5,9% á reiðhjóli, sem er óvenju hátt hlutfall. Þetta voru einmitt hlutföllin á fundinum, eftir klappinu og undirtektunum að dæma. Þessi þvingun snars minnihluta á ferðamáta stærsta hluta íbúanna væri jafnvel í lagi ef framkvæmdirnar væru síðan vitrænar. En af ótal ástæðum eru þær út í hött eins og margoft hefur verið rakið.

Glatað aðalskipulag 

En ofangreindir aðilar ætla ekki að sitja auðum höndum við það að tefja borgarbúa til frambúðar, minnka öryggi, auka stress og ala á andúð manna í milli: nei, þessi skandinavíski umhverfis- fasismi á víst að vera varanlegur um alla borg eftir 16. september 2013, þegar fresturinn til andmæla við glataðar aðalskipulags- tillögurnar rennur út.

Komum í veg fyrir að þessi ólög verði staðfest út um alla borg og frestum öllum meiriháttar aðgerðum til kosninganna næsta vor. Það er eina vonin til þess að eitthvað vit verði í breytingum á skipulagi borgarinnar, ef einhverjar ættu að vera.

 

 

 

 


mbl.is Hitafundur um Hofsvallagötuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo er það Snorrabrautin, ein stór slysagildra eftir breytingarnar.

Sandkassinn (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 21:30

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt er það, Gunnar. Ég heyri það jafnvel frá hjólreiða- ættingjum mínum.

Ívar Pálsson, 27.8.2013 kl. 21:33

3 identicon

Já í fyrsta skiptið sem ég keyrði þar eftir breytingarnar þurfti ég hvað eftir annað að hemla niður þegar að akreinin endaði bara fyrirvaralaust. Þetta eru bara alveg órökréttar lausnir hjá þeim. Á hofsvallagötu er blómapottur út á miðri götu sem maður þarf að sveigja fram hjá :)

Sandkassinn (IP-tala skráð) 27.8.2013 kl. 22:08

4 Smámynd: Sigurður Ingólfsson

Ég er ansi hræddur um að eftir dýrar breytingar sem verið er að gera á Borgartúni verði það erfitt yfirferðar fyrir ökutæki. Nú eiga að koma hjólreiðarstígar beggja megin sem hlykkjast í breikkuðum gangstéttum. Mér sýnist að Strætó geti ekki stoppað nema að stöðva umferð sem er á eftir. Þarna eru hlutföllin efalaust yfir 95 % bílaumferð. Gangandi og hjólandi umferð er hverfandi. Klúður, tek ekki sterkara til orða en það.

Sigurður Ingólfsson, 28.8.2013 kl. 12:19

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Sorglegt að horfa á óvita eyðileggja samgöngumannvirkin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 28.8.2013 kl. 20:40

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, þetta eru þarfar ábendingar, takk. Hofsvallagata, Snorrabraut, Borgartún, hvar verður næsti óskapnaður settur niður?

Í öllum þessum aðgerðum virðist fólk gleyma því, að yfirsýn ökumanns yfir svæðið framundan getur skipt sköpum um það hvort slys verður eða ekki. Þegar truflandi drasli er hlaðið á götur og gangstéttir virkar t.d. illa hliðarsýn ökumanna. Þar að auki er útsýnið hreinlega hindrað á hættulegum slysahornum með blómakeri beint fyrir augsún manna, t.d. á Starhaga við Suðurgötu og á Einarsnesi í Skerjafirði við Bauganes, en mjög víða núna í borginni.

Það væri landhreinsun að taka allt þetta „skemmtilega“ dót burt og bjarga þannig heilsu og pyngju þó nokkra borgara.

Ívar Pálsson, 29.8.2013 kl. 00:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband