Leyfið vetrardekkin (sem eru negld)

Reidhjol UrbanCountry

Fjöldi fólks vill láta setja vetrardekkin undir á þessum tíma, en reglurnar gegn nagladekkjum hamla því, þannig að október er skyldu- slysamánuður. Nú bíða því nýleg nagladekkin í bílskúrnum á meðan slétt sumardekkin valda hættu fyrir borgarana, með valdboði að ofan til 31. október. Við sem ökum líka norður og vestur af og til vegna vinnunnar megum búast við því að fá 20.000 króna sekt fyrir að vera með rétt búin ökutæki nálægt heimskautsbaug að hausti.

Hvaða líkur skyldu vera á því að Borgartrúðurinn veiti undanþágu frá dagsetningunni ef færðin reynist slæm í október? Hverfandi, tel ég. Okkur er ætlað að ferðast um á reiðhjólum, stunda hrísgrjóna- og bananarækt og berjast gegn hlýnun jarðar. Semsagt hvað það sem fólk um miðbaug hnattarins tekur sér fyrir hendur.


mbl.is Alhvít jörð og ófærð í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinmar Gunnarsson

Ap mínu áliti eru það ekki nagladekk sem skera úr um það hvort fólk eða ekki, heldur einfaldlega rétt hugarfar ásamt viðeigandi búnaði til akstur í snjó og hálku.

Einhverjir geta ekki ekið án nagladekkja einfaldlega vegna þess að þeir hafa aldrei prófað það!!!

Á leið minni til vinnu í morgun tók ég annars eftir því að helst leit út fyrir að allir starfsmenn Gatnamálstjóra væru uppteknir á námskeiði í notkun bleikrar málningar á götum borgarinnar, því ekki voru þeir komnir á stjá að hreinsa einn einasta blett (snjó) af götunum.

Þessum aðstæðum var spáð í gærkveldi, hversvegna er ekki brugðist við með viðeigandi ráðstöfunum ? Þetta hefði verið kallað sleifarlag í minni heimsveit.

Steinmar Gunnarsson, 8.10.2013 kl. 08:42

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Hverjum og einum ætti að leyfast að nota nagladekk ef aðstæðurnar krefjast þess. Það er eflaust hægt að komast af án þeirra og þannig er um marga öryggishluti, en betra er að hafa þá þegar á reynir. Þannig jókst nagladekkjasalan verulega síðasta vetur eftir harðan desember þar áður, þegar Borgartrúðurinn lét ekki ryðja snjóinn af viti vikum saman.

Farið er í það að ryðja snjóinn þegar hann er löngu orðinn að klaka og hefur valdið mesta tjóninu. Álíka og með grassláttinn, þar sem beðið er eftir biðukollunum til þess að slá, ef það er nokkurntíma gert.

Ívar Pálsson, 8.10.2013 kl. 10:39

3 Smámynd: Skarfurinn

Aldrei þessu vant var ekkert byrjað að ryðja götur kl.  rétt fyrir 7 í morgun, ég keyrði frá Seljabraut að Stórhöfða og hvergi hafði verið rutt og mikil hálka, sofnuðu menn á verðinum núna þrátt fyrir að þetta lægi algjörlega fyrir samkvæmt veðurspám ?

Skarfurinn, 8.10.2013 kl. 10:45

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Hér er vídeó af mér að brjóta klakann forðum, eftir margra vikna bið af snjóhreinsun:

http://www.frequency.com/video/2011-ivar-klaki/28114397

eða hérna frekar á mínum Youtube:

http://www.youtube.com/watch?v=EEpHdKvnuR8

Ívar Pálsson, 8.10.2013 kl. 11:01

5 identicon

Eitt er hægt að segja um Svíþjóð, og það er að gatnamálakerfið á norðurlandi hér er vel viðbúið þegar snjór fellur.  Maður getur ekið frá norðasta rassgati, hvenær sem er ... og án nagladekkja.  þvi að sannleikurinn er sá að nagladekk, eru bara til trafala ... ef um er að ræða slíka hálku, er menn betur settir með dekk sem eru með gummí fyrir max-resistance.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 11:07

6 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Í Reglugerð um gerð og búnað ökutækja segir að keðjur og neglda hjólbarða megi ekki nota á tímabilinu frá og með 15. apríl til og með 31. október nema þess sé þörf vegna akstursaðstæðna.

Ívar, lesa sér til.  Þú máttir alveg setja nagladekkin undir, þar sem akstursskilyrðin eru slæm. Og á þessum árstíma geturðu varið þá ákvörðun með því að þú viljir vera viðbúinn vetrinum ;)

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 8.10.2013 kl. 12:56

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Hallgrímur Hrafn, ég vissi vel af reglugerðarákvæðunum. Ef ég skelli nagladekkjunum undir og er síðan stoppaður á þurrum sólardegi í Reykjavík, þá er ég í vörn og undir náð og miskunn þess lögregluþjóns kominn, sem fór kannski vitlaust framúr þann daginn eða les bloggið mitt...

Dagsetningarnar þurfa að rýmkast aftur til fyrra horfs til þess að vera marktækar. Flughálka í október er ekkert ólíkleg.

Ívar Pálsson, 8.10.2013 kl. 13:43

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Mér hefur reynst vel að nota svokölluð micro skorin dekk. Þau veita betra grip á ís en nagladekk eftir minni reynslu og breyta bílnum í ósigrandi skriðdreka þegar færi er þungt.

Það er allavega valkostur sem menn ættu að kynna sér.

Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2013 kl. 17:00

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Einmitt með valkostina, Jón Steinar. Nagladekkin henta öðrum og það á að leyfa þeim að nota þau, amk. frá 1.október. Ég prófaði nagladekkjaleysi eitt árið, en eftir að renna stjórnlaust á hláku niður Þingholtin yfir stöðvunarlínu og hvaðeina, þá sór ég að læra af þeirri reynslu. Kannski hafa nagladekkin hjálpað til að gera mann tjónalausan í umferðinni í 38 ár, hver veit?

En málið er aðallega það að horfa á staðreyndir: Fólkið með nagladekkin sín í skúrnum bíður eftir að fá að setja þau undir þegar viðrar til þess, en er meinað það. Leyfið til þess þarf að vera skýrara og þá helst fært í gamla horfið.

Ívar Pálsson, 8.10.2013 kl. 17:51

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú skellir þér bara á microskorin dekk þangað til þeir laga þetta. ;)

Jón Steinar Ragnarsson, 8.10.2013 kl. 18:51

11 Smámynd: Egill Þorfinnsson

Gott framlag hjá þér Ívar Pálsson. Þetta helv. kjaftæði með að hálkudagar séu svo fáir í Reykjavík að það þurfi ekki að nota nagladekk kemur málinu ekkert við. Það nægir einn hálkudagur til að kála sjálfum sér eða öðrum. Svo hitt að að það er fjarri því að allar götur séu saltaðar.  Hallandi götur í íbúðahverfur geta of verið mjög hættulegar vegna hálku og þar eru jú oftast börn að leik. Ég bjó við eina slíka  var á vetrardekkjum en þurfti fljótlega að skipta yfir á nagladekk til að komast að heiman og heim. Karlinn á hæðinni fyrir ofan mig hann var á einhverjum sérstaklega munstruðum dekkjum sem allan vanda áttu að leysa en varð stundum að leggja allfjarri heimili okkar því hann komst ekki upp brekkuna á góðum hálkudegi.  Fjöldi þeirra daga skiptir ekki máli. Það þarf bara eitt slys á einum svoleiðis degi og mannslíf farið. Skítt með salt og götuskemmdir, mannslífið er meira virði.

Egill Þorfinnsson, 9.10.2013 kl. 08:08

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir ráðin, Jón Steinar, en mér finnst fulldýrt að nýta ekki nagladekkin mín og skipta yfir í míkróskorin dekk í 3 vikur!

Takk, Egill, þetta þarf einmitt að ræða. Óhöpp eru einstök tilvik, ekki eitthvað meðaltal. Brennheitt og ískalt er ekki volgt. Flughálka í brekkunni heima er ekki í lagi af því að það er borið á salt í öðru hverfi. Ég á nagladekk, er á bíl með slitnum sumardekkjum og vill setja nagladekkin undir í mestu snjókomu í október í borginni lengi, en verð að bíða fram í mánaðarlok vegna einhverra ídealista.

Ívar Pálsson, 9.10.2013 kl. 09:39

13 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Ég ek um á mícroskornum Good Year nagladekkum í 2 vetur, ríf síðan naglana úr og ek 2 sumur á þeim.  Þannig höndla ég smá snjóföl vor og haust utan naglatímans. Er með tvo dekkjaganga á felgum.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 11.10.2013 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband