Skýrari línur, takk!

Haegri eda vinstri

Línur hafa skýrst í komandi prófkjöri.  Reynslan hefur sýnt, að fylgispekt við stefnu SamBesta flokksins er ekki vænleg til árangurs fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Því þurfti Gísli Marteinn að taka pokann sinn, en Hildur Sverrisdóttir og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir halda áfram á miðlínunni þar sem bílspeglarnir rekast í þær frá báðum áttum.  Frambjóðendafundurinn í Valhöll í gær var beinskeytt áminning um það að samgöngu- og skipulagsmál SamBestu flokkanna eru í ólestri og verður Sjálfstæðishópurinn að standa þéttur saman í andstöðunni við þessi plön til þess að borgararnir fái  farsæla úrlausn sinna mála. Kjósa þarf þá frambjóðendur sem taka afgerandi afstöðu gegn ríkjandi stefnu Samfylkingar og Besta flokksins.

Nóg af umræðustjórnmálum 

Umræðustjórnmálin skiluðu okkur Besta flokknum og t.d. núna arfaslökum samningi um að leggja hluta af Reykjarvíkurflugvelli niður fljótlega. Þar á að rísa byggð Skerjarfjarðarmegin sem er amk. fjórum sinni stærri en er þar nú, en öll í sovéskum blokkum með mannfjölda á við Stykkishólm, án þjónustu og stoðkerfis.  Ferðalag fólks um borgina til vinnu sinnar eða annarra þarfa á bílum sínum um borgina er líka heft æ frekar. Loks eru bílnotendur píndir til eins og annars í nafni ídealismans.

Ég hef þá trú að prófkjörið skili okkur sterkum, þéttum hópi samstíga fólks. En til þess að svo verði og kosningarnar vinnist í vor, kjósandi góður, þá þarft þú að taka afstöðu núna á laugardaginn.


mbl.is Sjálfstæðismenn með prófkjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband