Hvað nú með lýðræðið og réttarríkið?

EU money
„IPA-aðstoð er sérstaklega ætlað að styrkja lýðræðislegar stofnanir og réttarríkið, umbæta opinbera stjórnsýslu, stuðla að efnahagslegum breytingum og virðingu fyrir mannréttindum, styðja þróun borgaralegs samfélags, svæðisbundinnar samvinnu, stuðla að sjálfbærri þróun og draga úr fátækt.“ 
Svo segir Evrópustofa á vef sínum. Nú getur ESB þá ekki styrkt lýðræðið hér eða réttarríkið og umbætt opinbera stjórnsýslu!
 
Minnir mig á íslensku konuna sem sagði við andlát John F. Kennedys Bandaríkjaforseta fyrir 50 árum: „En hvað verður þá um Jackie og börnin?“

mbl.is Viðsnúningur ESB óskiljanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

IPA atyrkir eru aðeins ætlaðir ríkjum í umsókarferli. Við erum ekki í því eins og er og því eðlilegt að kerfi sem fylgir slíku ferli sé ekki heldur í gangi eins og er.

Sigurður M Grétarsson, 4.12.2013 kl. 07:32

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sigurður M Grétarsson, ég samgleðst þér yfir því að ESB styrkveitingum sé hætt og að umsóknarferlinu sé lokið og hætt fyrir fullt og allt. Í samningi sem land þitt gerði við ESB kom það greinilega fram að verkefni fyrir árið 2011 yrði fram haldið fyrir utan eitt, þó svo að önnur verkefni yrðu stöðvuð. 

Þetta lítilmótlega samningsbrot, sem blasi við okkur, sýnir greinilega að ESB með sína IPA bitlinga sé ekki sjálfu fært að standa vörð um lýðræði og réttarríkið ,eða hvað þá að umbæta opinbera stjórnsýslu. ESB hefur brotið milliríkjasamning . Það er svona álíka og þegar menn blogga um Palestínu í vinnutímanum á Tryggingastofnun Íslands og halda að þeir komist upp með það.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.12.2013 kl. 11:16

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Maður sem hyllir ESB og slíkar aðgerðir getur ekki kallað sig jafnaðarmann.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.12.2013 kl. 11:18

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Sigurður: „IPA stuðningur stendur þeim ríkjum til boða sem eiga í samningaviðræðum við sambandið um aðild eða eru að undirbúa slíkar samningaviðræður. Stuðningurinn er veittur óháð því hvort ríki ákveði að loknum viðræðum að ganga í sambandið eða ekki.“

Samkvæmt ofansögðu frá Evrópustofu þá hljótum við að skilja aðgerð ESB þannig að það lítur á að þessum umræðum sé slitið og að ekki standi til að fara í slíkt, fyrst lokað er á fyrri IPA styrki líka.

Lýðræðið hér kaus réttilega að hætta viðræðum, en ESB ákvað þá að skrúfað verði fyrir lýðræðisstyrki þeirra til Íslands!

Ívar Pálsson, 4.12.2013 kl. 11:43

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er þungu fargi af mér létt allavega, enn einn steinninn tekinn úr ESB aðlöguninni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.12.2013 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband