Jafnvel BBC minnist á kælingu

Solin kolnar Forbes

Fokið er í flest skjól þegar jafnvel BBC- "Global-Warming" sjónvarpsstöðin birtir efasemdir um heimshitunina. Næst verður það RÚV! Nei förum ekki alveg yfir um! Sólin ræður lífinu á jörðinni og sveiflast til í sólgosum sínum, sem eru nú í lágmarki. Fimbulvetrar og kuldaskeið geta orsakast af því.  Ef allir Íslendingar fara á reiðhjól og leggja bílum sínum þá kólnar líka um 0,000000001°C í viðbót í heiminum og bætir í kuldann. Við gætum jafnvel þurft að vera þá á nagladekkjum, en fáum þá eðlilega ekki frítt í hjólastæðin. 

En ef Maunder-minimum sólgosalágmark er ekki varanlegt og hræðilega heimshitunin verður ofan á, þrátt fyrir kolefnislosunarskatta Íslendinga og gráðubrotið hér að ofan, þá verður skaplegt veðurfar áfram á Íslandi og nálgast kannski það sem var þegar landnámsmenn ákváðu að skella sér hingað í batnandi veðurfari forðum. 

MaunderMinimumSunspots

BBC gat þó ekki skilið umræðuna þannig eftir að Vermitrúarmenn yrðu villuráfandi. Þau gátu þess að kolefnislosun jarðarbúa myndi vega eitthvað á móti allri þessari kælingu.

Allir út í jeppana! 


mbl.is Kaldari veður og sjaldséð norðurljós?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Áhugavert. Kíktu á heimildarmyndina Chasing Ice. Fæst á leigu á iTunes.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 21.1.2014 kl. 00:49

2 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Það er oft ágætt að lesa frumgögnin - ef eitthvað skildi hafa skolast til.

Upphaflega fréttin er einmitt ekki eins og þessi þýðing hjá mbl.is: http://www.bbc.co.uk/news/science-environment-25743806

Þar er meðal annars talið að þetta geti tafið hina hnattrænu hlýnun kannski um fimm ár - en að staðbundið geti þó orðið nokkuð kaldara yfir vetrartímann, t.d. í norður Evrópu. Einhverra hluta vegna sleppir mbl.is algjörlega að setja inn alla fyrirvara og hvað þetta þýðir í nútímanum.

Sem sagt, þessi afdrifaríka breyting í sólinni núna myndi rétt duga til að setja hlýnunina í pásu.

Höskuldur Búi Jónsson, 21.1.2014 kl. 10:42

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Sæll Sigurður. Takk fyrir tengilinn. Chasing Ice fjallar um það hvernir jöklar minnka og hopa, sem er staðreynd. En það hvert stefnir núna er annað mál, líka hversvegna og enn annað mál er hvort maðurinn geti eða vilji kæla jörðina (eða telji sig geta hægt á meintri hitun hennar).

Höskuldur Búi, tengillinn þinn virðist vera á Facebook og tengir ekki alveg. En líklega er það sami tengill á BBC og er í þessu bloggi mínu. Eðlilega setur BBC marga fyrirvara um þessa kælifrétt, en ekki þegar venjulegu vermifréttirnar koma þaðan.

Nýjustu sólartölur sýna að allur máttur virðist farinn úr sólgosunum. Ætli við nálgumst ekki það sem síðar verður kallað „Gore- Minimum“, kælingin mikla?

Ívar Pálsson, 21.1.2014 kl. 11:20

4 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Já afsakaðu, veit ekki af hverju tengillinn er svona - ég bendi þér á að lesa þetta:
Um yfirvofandi Litla Ísöld

Höskuldur Búi Jónsson, 21.1.2014 kl. 12:54

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk Höskuldur Búi, þessi tengill virkar.

Ætli kólni á klakanum

kuldinn aftur snúi

Höskuldur á hakanum

og hart verði í Búi? ÍP

Ívar Pálsson, 21.1.2014 kl. 13:51

6 Smámynd: Höskuldur Búi Jónsson

Þessi er flott :)

Höskuldur Búi Jónsson, 21.1.2014 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband