Vísvitandi bílastæðaskortur

Umferdin bidur

Borgaryfirvöld hafa hannað og fengið staðfest skipulag með bílastæðaskorti átölulítið, en til augljósra vandræða í náinni framtíð. Við Austurhöfn var hámarskfjöldi stæða nú lækkaður úr 414 í 286 stæði. Bílum landsmanna fækkaði ekki allt í einu um 30%, heldur ákvað 101 Lattehópurinn að vera enn „metnaðarfyllri“ en áður gegn borgurum og ferðafólki, sem eiga víst ekkert að vera að þvælast um á fjölskyldubílnum eða á bílaleigubíl, enda hitnar þá víst heimurinn hrikalega fyrir vikið.

Afleiðingarnar eru augljósar 

Niðurstaðan er því sú að ef einhverjir viðburðir eru á svæðinu, t.d. sá að almenning langi ennþá til að leggja það á sig að sækja þjónustu á svæðið ótilneyddur, þá fyllist svæðið fljótt, sem sendir bílana upp á graskanta þar sem rukka má 5000 kr. á bíl, eins og jafnan við Laugardalshöll, þar sem bílastæðum var fækkað fyrir trjáhríslur og skraut. Raunar þarf ekki nema venjulegan vinnudag til, eins og í Borgartúni sem fær æ fleiri byggingar en enn færri stæði og alltaf fleiri hindranir á umferðina.

Fær fólk aldrei nóg? 

Bílastæðum er fækkað til þess að kæla heiminn og hindrunarstefnan er réttlætt með því að verið sé að draga úr umferðarhraða. Sannarlega er hægt á umferðinni, þar sem einfalt ferðalag í vinnuna í skilvirkri umferð á ekki að taka hálftíma úr stærstu hverfum borgarinnar, heldur kortér. Tilgangsleysi þessa skipulags og aðgerða er algert, en fólk lætur þetta yfir sig ganga. Það kýs þessa borgarfulltrúa og blótar svo hressilega tvisvar á dag með ærlegu stressi og vinnutapi, en það nægir víst ekki til þess að það krefjist breytinga í kosningunum í vor, eða hvað?


mbl.is Áskilja sér rétt til bóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Fólk er svolítið masó, þú hlýtur að sjá það.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.2.2014 kl. 16:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband