Lífræn orkuframleiðsla veldur byltingum

Ethanol

Nú er sýnt fram á skýra fylgni með háu matvælaverði og óeirðum víða um heim. Þar kemur framleiðsla lífræns eldsneytis sterk inn, en hún hækkaði svo matvælaverð að ESB varð að breyta stefnu sinni að hluta.

Ef við verðum pínd til þess að sulla matvælum út í bensínið okkar til þess að eyðileggja það fyrir loftslagsvísindin, þá aukum við enn á vandræði fólksins.  Lög nr. 40/2013 hefðu aldrei átt að verða til að þessu leyti.


mbl.is Sagði fyrir um byltingarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Landabrugg hefur lengi tíðkast hér á landi og mér skilst að hægt sé að nota landann til að drýgja bensínið. Þegar bensínverð nær áfengisverði mun þetta verða hagkvæm leið til eldsneytisöflunar.

Svo eru nú þegar nokkrir traktorar á landinu knúnir með afgangs steikningarfeiti. Kannski þetta sé framtíðin í eldseneyti á annars úrelta sprengihreyfla.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2014 kl. 00:17

2 Smámynd: Einar Steinsson

Það fer talsvert eftir hvort nægilegt ræktunarland er fyrir eldsneytisræktun hvaða áhrif þetta hefur. Í t.d. Brasilíu og Mexikó hafa menn keyrt bílaflotann á lífrænu eldsneyti í áratugi með góðum árangri og ekki skortir land á Íslandi þannig að þetta ætti með hlýnandi veðráttu að vera góður kostur.

Íslendingar gætu að mestu hætt að flytja inn bensín og dieselolíu innan fárra ára ef vilji er fyrir hendi. Í stað þess að vera með draumóra um að flytja út óunna raforku með sæstreng eiga þeir að nota rafmagnið til að knýja bílaflotan og þar sem rafmagn hentar ekki að rækta sitt eigið eldsneyti.

Verðið á bensíni og diselolíu fer sífellt hækkandi og það eru engin merki um að það fari aftur að lækka eða standa í stað og það er lykilatriði að losna úr þeirri gildru að þurfa að nota það.

Einar Steinsson, 25.2.2014 kl. 08:20

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Einmitt í Brasilíu og í Argentínu varð þetta að vandamáli að ruddir eru skógar til þess að búa til lífrænt eldsneyti. Þá versnar súrefnisframleiðsla (og kolefnisbinding), en framleiðslan fer ekki ofan í fólkið sem þarfnást þess, heldur að rugla eldsneytismarkaðinn.

Já, Einar, einfalt yrði að auka notkun rafmagnsbíla hér til þess að spara gjaldeyri, þar sem t.d. orkuframleiðsla til heimila er um 5% af heildinni ef ég man rétt. En svo getum við náttúrulega lækkað skatta á eldsneytið og bílana svo að sem flestir geti verið á fjórhjóladrifsbílum, sem er eina vitið hérna uppi við heimskautsbaug!

Ívar Pálsson, 25.2.2014 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband