ESB tryggir tyrkneskt limbó Íslands

Blue splashESB rígheldur í ólánsumsókn Íslands og fjármagnar áróðursskrifstofu áfram, þrátt fyrir skýra andstöðu íslenskrar ríkisstjórnar og þjóðar. Það minnir á umsókn Tyrkja um aðgang að ESB frá 1987 og 1999, sem er nú haldið í dái þar til nokkur smáatriði verða útkljáð, ss. hvernig tryggja ber jöfn réttindi þeirra 76 milljóna múslima við aðra þegna, séstaklega kvenþjóðina. Bríet Bjarnhéðinsdóttir sneri sér í gröfinni ef hún sæi hvert niðjarnir stefna til fortíðar í þeim málum þar sem hún barðist fyrir bjartari framtíð.

Megingildin ósamrýmanleg 

Þótt megingildi umsóknar- og meðlima- þjóðanna séu ósamrýmanleg á flestan hátt, sem kom skýrt í ljós þegar á þeim var tekið, þá er umsóknum haldið vellandi og potast áfram í pólítíkinni, á meðan langflestum er ljóst að um gerólík samfélög er að ræða til sameiginlegrar stjórnar. Viðskipti og samskipti á milli sjálfstæðra þjóða ber að stunda á fullu, en sameining Evrulanda sem nú stefnir í er rammur sósíalismi, ekki bara sú ídealíska sósíal- demókrasía sem þetta byrjaði allt á.

Raunar eru Evrulöndin þegar undir stjórn fámennisklíku. Hentugt tæki hennar til viðhalds áhrifa er að halda jaðarlöndum í umsóknarferli, svo að hægt sé að beita sér gegn þeim þegar þurfa þykir.


mbl.is Sendiráð ESB mun starfa áfram á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Athyglisvert, Vilhjálmur Örn.

Takk fyrir að fylgjast með, Magnús. Álit þitt á sögu þjóðarinnar er ekki beysið. Ég sé aftur á móti fámenna atorkusama þjóð í harðbýlu landi, sem er ríkt af auðlindum. Aðrir eru ekki færari til að stjórna Íslendingum en við sjálf, enda fæ ég seint séð að Þjóðverji eða Frakki fái ráðið yfir okkur til lengdar.

Auðvitað sveiflast hagsældin til, en það þýðir ekki að drepa eigi niður frumkvæði fólks. Ég sel rækju til útlanda, oft er það glatað en stundum gott. Viðskipti þjóða í milli eru bara í þeim gjaldeyri sem fólk kýs sér, áður voru það Franskir frankar, Gyllini, Belgískir frankar, Lírur ofl. og gekk bara vel fyrir Evruna, enda kann fólk yfirleitt á Excel.

Sem betur fer er fullveldið enn í hendi, þrátt fyrir einbeittan vilja Samfylkingarinnar til annars og núna Bjartrar framtíðar, Pírata og Steingríms- Vinstri Grænna. EES- samningurinn er bara milliríkjasamningur og verður það áfram.

Tilraunastarfsemi sósíalistanna með íslenskt hagkerfi mistókst hrapallega og það tekur tíma að sleikja sárin. Fólk þarf ná að fylgjast almennilega með hvernig hrun Evrulandanna á sér stað. Helst er það atvinnuleysi unga fólksins sem sýnir hvernig ESB- módelið er gersamlega hrunið.

Ívar Pálsson, 24.3.2014 kl. 23:03

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Magnús, öll þessi álit þín eru nokkuð sérstök. Krónan hefur virkað sem gjaldmiðill, annars væri ekkert kerfi hér. Viðskiptamenn mínir og ég ákveða bara fyrirfram hvaða mynt er notuð og það skiptir engu máli hver þeirra er.

Fullveldið er óumdeilt á Íslandi, Sjórnarskráin blífur, Alþingi ákveður lögin og Hæstiréttur dæmir eftir þeim.

ESB rígheldur í gjaldþrota Grikkland og Suður- Evrópa er öll á hnjánum, Frakkland og Ítalía meðtaldar. Það er staðreynd.

Ef erlend fjárfesting flykktist til Íslands yrði dúndurþensla hér með tilheyrandi launaskriði. Hér er fullt af peningum í lás í krónum sem gæti vel nýst í fjárfestingu en það gerist ekki. New York fjárfestingasjóðir og aðrir myndu gleðjast hressilega ef Evran yrði gjaldmiðillinn hér, þá hefst fjárflóttinn fyrir alvöru.

Því miður er það svo að í heimi þar sem þrjár milljón milljónir USD skipta daglega um hendur á gjaldeyrismarkaði er þörf á gjaldeyrishöftum hér þar til kreppudeilan er leyst af viti. Annars verðum við tekin í nefið, sama hver gjaldmiðillinn er.

Ívar Pálsson, 25.3.2014 kl. 14:44

4 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Í sambandi við krónu og gjaldmiðla þá var USD bundin gulli þar til það hentaði ekki lengur. Þannig að þetta er eins og öll mannana verk, mis- vel- heppnuð.

Við höfum nú samt sem áður, óaðvitandi og eða í gegnum væl útfluttningsveganna frá 1973 bundið krónuna í slægðan þorsk með haus.

Neysluvísitala er bull, ég kaupi aldrei lottómiða en samt hækkar lánið mitt þegar hann hækkar. Aftur á móti er byggingavísitala nothæf til reikningskúnsta.

Ef hún er notuð á íslenska krónu og bakreiknuð til 1973 kemur ýmislegt fróðlegt í ljós, sérstaklega þegar uppgjörsverð á fiski eru skoðuð.

Sindri Karl Sigurðsson, 25.3.2014 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband