Einn maður, eitt atkvæði í ESB?

ESB kosn 2009

Núna lauk kosningum á Evrópuþingið, þar sem 751 þingmaður á að gæta hagsmuna 505 milljón manns. Því standa um 670 þúsund þegnar að baki hverjum þingmanni. Jafnrétti og mannréttindi eru víst í hávegum höfð í ESB, þannig að við gefum okkur að reglan „einn maður, eitt atkvæði“ hljóti að gilda, þar sem allir kjósendur í ESB eru jafn- áhrifamiklir. Ef Íslendingar bætast í þetta bræðrabandalag, þá ættum við aðeins í raun að fá hálfan þingmann, ef jöfnuður gilti. En það skiptir svo sem ekki máli, því að þeir eiga víst ekki að vera fulltrúar fyrir þá sem kusu þá, heldur aðeins heildina.

Kosningar hundsaðar 

Evrópubúar hundsa margir þessar kosningar, enda vita þeir að Þýskaland og Frakkland ákveða flest fyrirfram sem máli skiptir áður kemur að umfjöllun um mikilvæg mál. Sjáið kosningaþáttöku í hverju Evrópulandi fyrir sig í síðustu kosningum árið 2009: 6 þjóðir eru undir 30% þar, langflestar undir 60%, en þegnar Belgíu og Lúxembúrgar telja augsýnilega að þeirra þingmenn muni hafa meiri áhrif en aðrir, eins og smáríkið Malta.

Allir eru jafnir 

Talsmenn jöfnuðar (jafnaðarmenn) geta ekki réttilega haldið því fram að Ísland muni hafa margföld áhrif á við höfðatölu í ESB, þar sem allir eru jafnir. Klíkuskapur er aðall þessara samtaka og íslenskir ESB- fylgjendur beinlínis treysta á það að ójöfnuður ríki í ESB eftir inngöngu Íslands, það hefur margoft komið fram.

En samkvæmt vef ESB sjálfs um þessar kosningar, þá snúast þær um það að kjósendur meti hvernig hafi tekist að taka á krísunni í Evrulöndum (hvaða krísu? spyr Össur) og skoðun þeirra á áætlunum ESB um nánara efnahagssamband og pólitískan samruna. Þetta (2014) eru fyrstu kosningar eftir að ESB fékk meiri völd en það hafði:

...allow voters to pass judgment on EU leaders' efforts to tackle the eurozone crisis and to express their views on plans for closer economic and political integration; they are also the first elections since the Lisbon Treaty of 2009 gave the European Parliament a number of important new powers. 

Einnig má geta þess að nú verða aðildarríkin í fyrsta sinn að taka tillit til kjósenda þegar forseti Evrópuráðsins (nú Barroso) er tilnefndur. Það þótti ekki þurfa áður. Já, þetta eru merkilegar kosningar! Íslendingar myndu sannarlega skipta máli þarna. Að ég tali nú ekki um ef 76 milljónir tyrkneskra múslima fá loksins inngöngu í ESB. Þá fengi íslenska kvenþjóðin að berjast fyrir því að halda réttindum sínum við 238 sinnum fleiri múslima en allt Ísland er.

kosningathattaka ESB kort

 

 

 

  


mbl.is Evrópuþingskosningunum lýkur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband