Lífsorka fæðunnar

Öll fæða er hlaðin þeirri orku sem fór í hana frá upphafi og allt til munnsins.  Því nær upprunanum, því hreinni er orkan sem úr fæðunni fæst.  Þannig er t.d. ferskt sushi eða sashimi, að uppsöfnuð lífsorka syndandi fisksins sem safnar sólartillífun í próteinkeðjur sínar úr undirtegundum og  miðlar þeim beint í okkur, í stað þess að frysta, hakka, krydda, meðhöndla og frysta aftur, þýða upp og djúpsteikja einhverja fiskibollu í feiti.  Hleðslan verður löngu búin og orðin allt önnur en hún var í upphafi.

Lífsorku matvæla er erfitt að mæla og nær vonlaust að sanna með nútímatækni, en sem betur fer skilja þetta sumir og reyna að framleiða almennilegar, lítt unnar vörur. Þó eru langflestir ekki tilbúnir til þess að greiða raunverð fyrir hágæðavöru, en segja það samt við sig sjálf og í skoðanakönnunum. Matvælaframleiðendur neyðast til þess að drýgja fæðuna endalaust með vatni og afgöngum, þar sem endalaus verðsamkeppni hrekur framleiðendur að gjábrún gæðanna. Sá framleiðandi sem ekki vill taka þátt í vitleysunni fer fram af gjábrúninni og verður gjaldþrota á örskotsstundu. Fisksalinn úti á horni, stórbóndinn eða bakarinn eru einnig undir þessa fjöl felldir. Því miður er þetta óafturkallanlegt ferli og við getum ekkert gert til þess að breyta því, nema þá helst að kaupa einungis matvæli frá þeim sárafáu sem eru með almennilega vöru. Hún þarf ekkert endilega að vera “lífræn” að mínu mati, heldur einungis upprunaleg, gegnheil og holl. En kannski er það einmitt lífræna varan?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir

Velkominn á Moggabloggið :)

Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir, 6.3.2007 kl. 21:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband