Evrulanda- spítalinn fullur

Evrulond4GNP
Þegar efnahagsráðherra næststærsta hagkerfis Evrulanda lýsir efnahagslífi land síns sem sjúku, þá hlýtur að vera mark á því takandi. En þar með er ein helsta stoðin undir efnahag Evrunar veik, þar sem þrjú af fjórum helstu hagkerfum Evrulanda eru lömuð af atvinnuleysi og engum hagvexti eða jafnvel samdrætti. Ítalía og Spánn eru hin þar í hópi, en þessi þrjú lönd eru með nær 49% þjóðarframleiðslu Evrulanda. Þýskaland, með 28,6% hlut á að draga þennan vagn og meira, en getur það varla með 0,8% hagvexti. Þegar þrjár af fjórum helstu löppum Evrulanda-stólsins eru grútfúnar, þá stendur hann bara uppi á lyginni.
 
Frekari skuldsetning 
 
Fjárlagahalli Frakka er 4,4%, sem er þá enn frekari skuldsetning á framtíðina. En Skotar og síðar Íslendingar kæmu til bjargar í þeirri skuldsettu framtíð samkvæmt ESB- sinnum, geri ég ráð fyrir. Fyrir utan það að bjarga orkumálunum með olíu og rafmagni, enda ekki vanþörf á, fyrst þriðjungur gassins í ESB kemur frá Rússlandi, sem sambandið lokar nú sjálfkrafa fyrir á meðan Þjóðverjar loka öllum kjarnorkuverum sínum. 
 
Er einhver sem finnur heila brú í áætlanagerð Evrulanda núna? Hann er amk. torfundinn.

mbl.is „Frakkland er sjúkt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband