Nei, ekki sturturnar líka!

Flickr-sturta

Innleiðing ömurlegra ESB-tilskipana er enn á fullu, þrátt fyrir endalok vinstri ESB- ríkisstjórnar Íslands. Ljóslitlar perur, máttlausar ryksugur og hárblásarar voru bara forsmekkurinn. Nú á að ráðast á kjarna tilverunnar, öflugu sturtuna sem er stolt Íslands og heldur okkur heilbrigðum á klakanum, stresslausum og bólgufríum í öxlum og baki. Nei, það má víst ekki, heldur ákvað almættið í Brussel að banna ætti sölu á svona hættulegum rörum sem hleypa nægu hitaveituvatni okkar í gegn um sig.

Höft 

Að stífla, hefta, takmarka og hamla eru lykilorðin. Engu skiptir að almennileg hitaveita og rafmagn eru nánast mannréttindi Íslendingsins og markar sérstöðu okkar. Tilgangurinn með þessum höftum er í anda neyslustýringar sósíal- demókratískar Evrópu sem leitast við að stjórna hverju atriði í lífi einstaklingsins og brenglar þannig markaði og eðlilega viðskiptahætti.

Njótum aðstöðunnar

Rafmagnið sem neytendur nota hér er brotabrot af heildinni og breytir engu, enda framleitt á sjálfbæran hátt. Notkun á heita vatninu sem heild stýrist ekki í gegn um sturtuna. Hvað með allar sundlaugarnar, hitaplönin og 22°C húshitann með ferskt loft frá opnum, stórum gluggum? Eigum við að láta ESB pína okkur í að vera eins og þar, með hausverk í ísköldum súrefnislausum myrkvuðum herbergjum, af því að Rússar eru búnir að skrúfa fyrir gasið og slökkt var á kjarnorkunni?

Frelsi 

Alþingi ræður því hvort hver einstök EES- tilskipun er innleidd eða ekki, enda liggur löggjafarvaldið þar. Þessi ríkisstjórn á líka að hafa burði til þess að neita innleiðingu rammsósalískra tilskipana og leyfa okkur að njóta sturtunnar í taumlausri ánægju yfir því að vera ekki hluti af ofstjórnarvaldi ESB.

Litid Badherbergi ESB
mbl.is Sturtur verða vatnsminni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Já og dýru sparperurnar sem helst má hvorki slökkva á né kveikja springa svo með stæl og eldglæringum eins og komið væri gammárskvöld.  

 

Hrólfur Þ Hraundal, 15.10.2014 kl. 07:56

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Svo eru þessar sparperur sem líta út eins og glóperurnar, en heyrist hátíðnihljóð í, endast örstutt og kosta sitt. Má ég þá frekar fá um kassa af 75 kerta glóperum sem verma heimilin, endast þokkalega og eru alvöru umhverfisvænar, bara sykurmolastærð af áli og gleri sem engan truflar.

Ívar Pálsson, 15.10.2014 kl. 08:40

3 identicon

Sparperurnar svokölluðu  eru sama og við kölluðum fluoricentperur eða rörperur bara með spenninum innaní fætinum. Spennarnir í þessum perum geisla rafbylgjum í allar áttir. Rafbylgjurnar eru af mörgum taldar varhugaverðar heilsu fólks. Þessar perur átti aldrei að hvetja fólk til að nota þar sem díóðuperurnar voru að byrja að koma á markað og mikil framþróun í gerð þeirra. Nú eru komnar díóðuperur með mjög miklu ljósi og mjög sparsamar. Þær geisla ekki út eins sterkum rafbylgjum eiginlega eingum mælanlegum. Það er búið að neyða fólk til að fylla hús sýn af mengandi óþvera, sem var alveg óþarfi þar sem allir vissu að annar kostur miklu betri var kominn á markað og í stöðugri framför.

Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 15.10.2014 kl. 12:00

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir upplýsingarnar, Kári Hafsteinn. Þótt díóðuperurnar yrðu frábærar, þá hita þær ekki frá sér, ljósið er ekki jafnvel dreift og þær verða alltaf dýrari en glóperur, líka til lengdar litið. En aðalmálið er að glóperurnar eru bannaðar, í stað þess að valkostum fjölgi. Eins verða vel- flæðandi sturtuhausar bannaðir, eins og sá gamli sem ég er með og með 3/4 tommu rör upp að sturtunni (ekki bara 1/2), en þarf að fá mér pottablöndunartæki til þess að njóta morgunsturtunnar enn betur! En þá þarf náttúrulega að víkka ræsið. Bara allt amerískt, þá leysast þessi mál.

Ívar Pálsson, 15.10.2014 kl. 12:16

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Þessi forræðis hyggja Brussel manna er með ólíkindum og virðist engan endi taka og ekkert virðist geta stöðvað þetta. Nú er forræishyggja þeirra og smásmugulegar tilskipanir komnar inn í sturtuklefana okkar.

Bíðum bara því ef við stöðvum ekki þessa vitleysu þá verður stutt í að þeir læði sér inn í svvefnherbergin okkar líka.

Því hinu alsjáandi- og umvefjandi skrifræðis- forsjárvaldi þeirraa er greinilega ekkert heilagt !

Gunnlaugur I., 15.10.2014 kl. 16:05

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Verst er að við sem þjóð látum þessar tilskipanir yfir okkur ganga, þótt við séum hvergi nálægt því að vera aðilar að ESB. Fólk verður að krefjast þess að Alþingi og ríkisstjórn stemmi stigu við vitleysunni og fari í ESB- tilskipana- pásu, til að draga andann eftir Jóhönnu- flóðið sem yfir gekk.

Tilgangslítill kostnaðarauki hlýst af flestum tilskipununum. Ein af þeim verstu þannig er um ofurþykkt einangrunar, sem er alveg úr hlutfalli við hitaveituna, stóra glugga og það að við opnum gluggana, ólíkt meginlandsfólki sem dregur vart andann innivið.

Ívar Pálsson, 15.10.2014 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband