Allt er í heiminum hverfult

1990s575Gígjökull og steinbrúin yfir Ófærufoss benda okkur á það, að allt er í raun hverfult, bara á mismunandi löngum tíma, einnig hjá mannfólkinu. Steinbrúin kannski í milljónir ára en Gígjökull í árhundrað, eftir gosum Eyjafjallajökuls. Landið rís og sígur, hafstraumar fara til hægri og vinstri og lífið allt fylgir þeim andardrætti. Litla- hérað í A- Skaftafellsýslu breyttist í Öræfi á örskotsstundu en gróðurinn kemur aftur á hlýskeiðum. 

Fólkið eða almættið?

En nú bregður svo við að fram stígur fólk sem fer mikinn og heldur því fram að hluti þess mannfólks sem jörðina byggir núna geti ekki aðeins breytt veðurfarinu í þá átt sem það kýs, heldur leiðrétt þær skyssur sem aðrar mannskepnur annars staðar í heiminum á öðrum tíma kunna að hafa gert frá iðnbyltingunni til vorra tíma. Áhrif þessara aðgerða taka að vísu fjölda áratuga eða nokkur hundruð ár að virka, en á þeim tíma hefur jörðin tekið margan andardráttinn, sem gjörbyltir öllum plönum þessa ágæta, framsýna fólks.

Ég held að ég njóti frekar bara dagsins.

Sigid i Gigjökul

 


mbl.is Breytingar á ásjónu landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Sammála...

Ólafur Björn Ólafsson, 23.11.2014 kl. 16:05

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

"Þannig týnist tíminn"

Helga Kristjánsdóttir, 24.11.2014 kl. 00:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband