Nýr skattur!

Burokratar i hringFlokknum mínum fatast flugið núna. Leggur fram frumvarp um nýjan skatt, náttúrupassa, þegar draga átti úr ríkisumsvifum og skattlagningu! Bætum þessu við matarskatts- klúðrið og þá spyr maður sig hvort hressa þurfi ekki upp á minnið hjá flokksmönnum í ríkisstjórninni um Landsfundar- ályktun og til hvers þau voru kosin. Lækka skatta og draga ESB- umsókn til baka. Það tekur ekki árin. Það á að gerast strax.

Vinstra vesen

Skattlagning eins og náttúrupassinn býður upp á allan vinstri- vesen pakkann eins og hann leggur sig: höft á frelsi fólks, ósanngjarna skattlagningu, mismunun, útþenslu ríkisbattería, eftirlitsplágu, riflildi um skiptingu tekna, óþarfa kostnað og meiri völd til ríkisins. Það gefur auga leið að amk. helmingur upphæðarinnar fer í ofangreint, eflaust meira, enda vindur svona lagað upp á sig með tímanum.

Þurfa tiltal

Ráðamenn í Sjálfstæðisflokknum þurfa augsýnilega tiltal frá flokksmönnum núna. Eins gott að Landsfundur er í nánd. Við skulum rétt vona að svona vitleysur verði leiðréttar fyrir þann tíma og náttúrulega að ESB- umsóknin muni hafa verið dregin til baka.

 

 

 


mbl.is Náttúrupassi samþykktur í ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: S i g u r ð u r   S i g u r ð a r s o n

Já, Ívar. Forystan í flokknum okkar skortir skilning. Ég get ekki skilið þennan náttúrupassa. Hann gengur þvert á allt sem Sjálfstæðisflokkurnn stendur fyrir og grundvöllur þess er frelsi en ekki helsi. Verði passinn samþykktur verður rofinn almannaréttur um frelsi til ferðalaga um landið. Þetta er sátt sem gilt hefur frá landnámi. Fleiri flokksmönnum en mér er ofboðið og veit að fjöldi fólks mun aldrei greiða þennan skatt. Tími til kominn að taka forystuna á beinið.

S i g u r ð u r S i g u r ð a r s o n, 29.11.2014 kl. 12:15

2 identicon

Sæll Ívar / Sigurður: sem og aðrir gestir Ívars !

Ágætt - að þið félagar gerið ykkur loks ljóst: hvers lags forsjárhyggju ófreskja flokks viðrinið er - sem þið hafið varið til þessa / fram í rauðan Dauðann: ágætu drengir.

Flokks fjandi ykkar - er sama viðurstyggðin: sem hinir 4 (A - B - S og V merktu): Pírata fyrirbrigðin teljast vart með / enda .... vita þau reyndar ekki - hvort þau séu að koma eða fara.

Með beztu kveðjum sem oftar - af Suðurlandi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 13:46

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Sigurður. Alvöru náttúruunnendur eins og þú horfið á með forundran hvernig frelsisflokkurinn ætlar að nota oftútnað ríkið til þess að hefta ferðafrelsi manna. Ég hefði betur skilið að leyfð yrði gjaldtaka eigenda einkaeigna sem sýndu fram á það að gjaldið færi 100% til bættrar þjónustu og umgengni við náttúruna, en þá kemur þetta úr erfiðustu átt. 

Ívar Pálsson, 29.11.2014 kl. 15:49

4 Smámynd: Ívar Pálsson

En Óskar Helgi, ég sé ekki betur en að þú hafir drukkið eitthvað anarkistakaffi í hádeginu, því að hvar er þín lausn? Maður anar ekki bara í kistuna með alltsaman, heldur reynir að finna grunnskoðunum einhvern farveg eins og flokkarnir gera hver fyrir sig (nema Píratar eins og þú skýrðir réttilega).

Ívar Pálsson, 29.11.2014 kl. 15:54

5 identicon

Sælir - á ný !

Ívar !

Nei - fjarri fer nú því: ég er mjög vandlátur á Kaffið / (drekk nú oftast Gevalíu samsetninguna - stundum aðrar vandaðar tegundir einnig): þannig að ekki verður Kaffinu kennt um mín viðhorf.

Farvegur minn - er óbreytt ástand í ferðamálunum / og ætti reyndar að greiða útlendum sem innlendum ferðalöngum: cirka 30 - 40% til baka af hálfu ríkisins - sem það og ýmsir Veitinga- og gististaðir hafa okrað á þeim í gegnum tíðina - Ívar minn.

Svo - ekki sé nú minnst á ofurtöku bílaleigu fyrirtækjanna: síðuhafi góður.

Sízt lakari kveðjur - hinum fyrri og áður / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.11.2014 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband