Munu 12.500 manns í Lima bjarga heiminum?

2014 12 08 Climate LimaUm 12.500 manns skráðu sig á ráðstefnu SÞ í Lima í Perú til þess að funda í tvær vikur um loftslagsmál og reyna að knýja fram alþjóðlegan samning um takmarkanir á kolefnislosun, þótt ljóst sé að hann verði ekki gerður. Viðkvæðið er að vanda á þessari árlegu samkundu að tryggja þurfi að næsta ár á glæsilegum stað verði samningurinn gerður sem aldrei verður gerður. Næst verður hún í París.

Tilgangslausir fundir

Framan af snerust þessir fundir um það að tafarlausar aðgerðir þyrfti til þess að hægja á hitun heimsins , ella væri framtíð okkar og barnanna okkar í stórhættu. En eftir því sem upplýsingar frá gagnrýnum vísindamönnum síuðust í gegn, þá varð ljóst að aðgerðir næstu árin myndu skila árangri eftir bjartsýnustu kælimódelum eftir áratugi, en líklegast nokkur hundruð ár. En búið var að ræsa út herina eins og í upphafi fyrri heimstyrjaldar, þannig að þeir urðu ekki stöðvaðir: Við verðum að bregðast við af hörku í nútíð til þess að ís bráðni hægar á 500 árum. ESB leggur sig fram við að markmiðin náist.

Olían fallin í verði

Á meðan berast fréttir af því að olíuverð hafi fallið svo mikið að vinnsla er víða undir kostnaðarverði, sem er langt undir kostnaði við aðra orkunýtingu. En stærstu sendinefndir jarðar þurfa ekki að taka tillit til slíks og koma með sömu yfirlýsingarnar og þær hafa gert í 10-15 ár til fréttaþyrstra blaðamanna, sem nú bíða 1000 talsins, spenntir á fundarstað.

Skattar og höft

Það er deginum ljósara að þessir fundir eru álíka tilgangslausir og skattarnir og höftin sem eru jafnvel í gangi hér á landi vegna kolefnislosunar. Fólk í viðskiptum veit að þetta skiptir ekki máli, en er gert í pólitík til þess að friða þegnana. Svo eru kolefniskvótarnir valdatæki þessarra sömu stjórnmálamanna í Vestur- Evrópu.

Við stjórnum ekki veðrinu. Ef mannfólkið truflaði veðurfar, þá var það annað fólk í fjarlægri fortíð, allt frá iðnbyltingu, en við munum aldrei komast að hinu sanna.


mbl.is Grafa undan loftslagsviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband