Öskraði af kvölum

Hófdrykkja hefur ekki skaðað neinn sem ég man eftir, en þessi fyrirhugaða drykkjukeppni á Pravda minnir mig á eitt átakanlegasta drykkjuatriði sem ég hef orðið vitni að. Lögfræðingur einn, mikill drykkjumaður þá ungur, svolgraði í sig 1/3 hluta úr vodkaflösku fyrir framan okkur fyrir 25 árum og sagði þetta vera lítið mál. Það tók ekki langa stund þar til hann öskraði svo af kvölum að við hringdum í læknavaktina. Ekki var ákveðið að dæla upp úr honum, en nóttin og næsti dagur var kvalræði. Hann hefur aldrei stært sig af atvikinu, enda verður enginn meiri maður á því að djöflast svona á lifur, nýrum og líkamskerfinu yfirleitt.

Auglýst heimska

Að auglýsa og standa fyrir hópaðdáun á svona heimsku er ennþá meiri vitleysa, meiri en stóð í Pravda forðum. Ábyrgð eigenda er augljós, þótt þeir láti þátttakendur skrifa upp á annað, þar sem þeir æsa til atviksins, vitandi til áhættunnar sem því fylgir. Hvað ef einhver ber varanlegt heilsutjón af? Eru Pravda- menn tilbúnir að axla þá ábyrgð? Þau treysta kannski á þá staðreynd að lifrarskemmdir og magabólgur koma ekki í ljós fyrr en löngu síðar, en það er mál "sigurvegarans" í drykkjukeppninni. Samkvæmt lögum má fólk ekki æsa til uppreisnar, en það hlýtur að vera gert ráð fyrir því að skemmtistaðir æsi áhættuglöð ungmenni ekki upp í því að fremja andlegt og líkamlegt HaraKiri til múgskemmtunar. Ef það er einhver glóra í staðarhöldurum Sannleikans, þá hætta þau við keppnina á meðan hægt er.


mbl.is Ölgerðin kemur ekki að drykkjukeppni með neinum hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband