Hótelum fjölgað, bílastæðum fækkað og 100% hækkun!

EngirBilarFyrirsögn mbl.is er fáránlega í mótsögn við efni fréttarinnar, sem er allt að 100% hækkun á verði bílastæða í Reykjavík. Þar bætist við fjölgun hótela og íbúða með alltof fá stæði, ásamt beinni fækkun bílastæða en hraðri fjölgun bíla. Þessi viljandi skipbrots- stefna í umferðarmálum hjá mistækum núverandi borgaryfirvöldum skapar svo fyrirsjáanleg vandræði að furðulegt er að þeir þrír fjórðu hlutar alls almennings, sem ferðast um á bílum, skuli í reynd sættast á það að miðbærinn verði utan seilingar fyrir þau og að hótelgestir á bílaleigubílum verði í stöðugum standandi vandræðum þegar fram líða stundir.

Flestir mega eiga sig

Allt er þetta ákveðið í trássi við vilja fjöldans, enda t.d. aðeins um 4% fólks sem ferðast á reiðhjólum að jafnaði allt árið og 8% með rándýrum niðurgreiddum strætó þegar best lætur. En þetta lætur fólk yfir sig ganga, líklega af því að borgarstjórinn hefur svo mjúkan talanda og viðmót. Maður leggur þó ekki bílnum með því.


mbl.is Ódýrara að leggja í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

i ÖLLUM STÓRBORGUM - OG LIKA LITLUM ERLENDIS ERU  stígar fyrir fatlaða í hjólastólum- þá eru þeir ekki lokaðir inni  og þurfa ekki að bíða eftir strætó.

 'I sömu borgum eru venjulegir strætisvagnar með - ramp fyrir hjólastola og barnavagna.

 en til þess þarf pláss- sem er verið að loka her með staurum.

 Þessu er ekki svo varið í Reykjavík enda er hún aðeins fyrir 101 latte !!!

Erla Magna Alexandersdóttir, 11.2.2015 kl. 20:41

2 Smámynd: Örn Johnson

Allt í boði ofurmennisins Hjálmars Sveinssonar með dyggri aðstoð Dags B.

Örn Johnson, 11.2.2015 kl. 21:57

3 Smámynd: Guðmundur Ingi Gunnlaugsson

Skipulagsyfirvöld í Rvík eru svo áköf í því að hindra umferð ökutækja að þau sjást ekki fyrir.  Það er unnið hörðum höndum að því að hindra ökutæki í að komast um og af svo miklu offorsi að lagðar eru hindranir í veg almenningsfarartækja í stað þess að að greiða þeirra för.  Það er illskiljanlegt hvers vegna þarf að hindra fólk og farartæki í því að komast leiðar sinnar.  Liður í þessu er að gera venjulegu fólki það ókleift að leggja bílum í miðvæ Rvíkur.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, 11.2.2015 kl. 22:41

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"Bjálfar" er eiginlega eina ordid sem manni dettur í hug thegar kynnt eru hin ýmsu áform skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Er thad ef til vill markmidid med thessari thvaelu allri saman ad halda íbúum annara póstnúmera utan midborgarinnar? Algerlega galid lid sem stjórnar höfudstadnum thessa dagana og mun gera áfram naestu árin, thví midur. 

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 12.2.2015 kl. 03:56

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, það er erfitt að sætta sig við það að tímabundnir borgar- pólítíkusar geti varanlega hrært upp í daglegu lífi tugþúsunda manna með varanlegum aðgerðum sínum, í óþökk við langflesta borgarana. Ákafinn að breyta Reykjavík í Litlu- Kaupmannahöfn er svo mikill, að viljandi eru búnar til umferðarteppur til þess að sllt verði eins og í aðþrengdri skandinavískri milljónaborg.

Ívar Pálsson, 12.2.2015 kl. 07:35

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ef Reykjavík væri ekki höfuðborg landsins, með allri hellstu þjónustu til landsmanna innan sinna marka, segði ég að þetta væri gott á Reykvíkinga. Þeir kusu í síðustu kosningum og sitja uppi með það.

En Reykjavík er höfuðborg lands okkar og þangað þurfa landsmenn að sækja þjónustu. Nú er svo komið að erfitt er að sækja þá þjónustu ef hún er staðsett nærri miðborginni, vegna bílastæðaleysis. Ekki hjólar maður utanaf landi.

Og þetta á eftir að versna. Fyrir séð er að miðborg höfuðborgarinnar er að lokast, að verið sé að útiloka landsmenn sem búa utan miðborgarinnar frá allri þjónustu sem þar er staðsett.

Það er virkilega orðin spurning hvort Reykvíkingum sjálfum sé treystandi til að velja stjórn yfir borginni, hvort allir landsmenn eigi ekki að hafa þar aðkomu.

Þetta er jú höfuðborg allra landsmanna, ekki bara þeirra sem búa innan póstnúmers 101.

Gunnar Heiðarsson, 12.2.2015 kl. 07:51

7 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er þvæla að það sé einhver bílastæðaskortur í miðborg Reykjavíkur. Það eru 800 stæði á hver þúsund stöf þar og eru þau hvergi fleiri. Meira að segja í jólaösinni eru bílastæðahúsin í miðborginni hálftóm. 

Sigurður M Grétarsson, 22.2.2015 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband