Augljóst hvert Moody's stefnir

Endurmat Moody's á lánshæfiseinkunn þriggja íslenskra banka, sem verður kynnt í dag, á sér stað þar sem áhrifamiklir aðilar á markaðnum telja matið gallað. www.Bloomberg.com vefurinn lýsir þessu í ágætri grein í dag, þar sem ýjað er að fáránleika þess að íslensku bankarnir þrír fái sömu gjaldhæfiseinkunn og fjárhirsla Bandaríkjanna (e: US Treasury) eða Exxon Mobil Corp: 

 "April 3 (Bloomberg) -- Moody's Investors Service plans to cut the credit ratings on 40 to 50 banks in Europe and North America after Merrill Lynch & Co. and JPMorgan Chase & Co. said the new rankings are flawed.

Moody's will identify the banks today, according to Christopher Mahoney, a senior managing director at the ratings company in New York. Moody's raised the rankings of 150 banks in countries that are likely to support financial institutions in a crisis. The system awarded three banks in Iceland the same ratings as the U.S. Treasury and Exxon Mobil Corp."

Moody's hafði augljóslega gert ráð fyrir því áður að íslenska ríkið hlaupi undir bagga með bönkum sem skjóta sig í fótinn og mynda ekki nægilega varasjóði til þess að mæta óumflýjanlegum áföllum sem verða í þeim áhættuhluta bankamarkaðarins sem þessir íslensku bankar eru í. Það er út í hött fyrir íslenska ríkið að ábyrgjast bankana, enda stæra þeir sig af alþjóðavæðingu sinni og hve lítill hluti Ísland er af heildarviðskiptum þeirra. Íslenskir neytendur hafa ekki fengið að njóta þess að ábyrgjast þessa banka á óbeinan hátt í skjóli íslenska ríkisins og því ber að fjarlægja þessa huglægu tengingu. Við eigum ekki að koma sökkvandi banka til bjargar eða láta eins og það verði gert. Frekar að bjóða samkeppnishæfum bönkum hingað til lands.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband