Hverfandi kostnaðarvitund hjá borginni

SanFrancisco-Lombard-gataDagur borgarstjóri fer í heimsreisu við þriðja mann til Seoul í S- Kóreu vegna heims- hlýnunar og umhverfis- mála á meðan klóakið er látið flæða lítthindrað í Skerjaförðinn mánuðum saman. Sóleyju Tómasdóttur, formanni Bílanefndar, finnst bráðnauðsynlegt að fara með 7-8 manns frá Bílastæðasjóði til San Fransisco í Bandaríkjunum, þar sem aðrar nefndir á vegum borgarinnar hafa farið í sambærilegar ferðir. „Við erum hluti af alþjóðasamfélagi“ segir Sóley til réttlætingar.

100% hækkun borgar brúsann

Vinstri meirihlutinn í Reykjavík fækkar bílastæðum og tvöfaldar sektargjöldin, sem eru gjarnan 5000-10.000 krónur. Hver er réttlæting aðgerðanna og hvert fer peningurinn? Hann fer t.d. í þessa 13.500 km. ferð þar sem flugið á mann er um 150.000 kr., gisting í 5 daga um 100.000kr og annar kostnaður amk. 50.000 kr. Því er kostnaður amk. um 2,4 milljónir en líklega vel hærri en það. En stúdentinn úr Grafarvogi sem finnur ekki stæði við Háskóla Íslands þar sem búið er að helminga fjölda þeirra, svo að hann leggur upp á gras getur huggað sig við það að andvirði sektar hans og hundraða annarra aðþrengdra borgarbúa fer í að „hrista hópinn saman“ hjá Bílastæðasjóði í sólinni við Kyrrahafið.

Reykjavik-SanFrancisco-kmAðhaldið horfið?

Hvenær var það sem kostnaðarvitund borgaryfirvalda hreinlega hvarf? Borgararnir sameinast um að ráða fólk til þess að sjá um sameiginlega þætti eins og löggæslu, menntun, orkudreifingu, heilsugæslu og sum menningarmál. En einhvers staðar á leiðinni frátengdust yfirvöld uppruna sínum og þessi stærsti vinnuveitandi landsins er orðinn að svartri holu sem sogar til sín fé en drottnar yfir daglegu lífi fólksins sem borgar launin þeirra. Þessi óheillakúrfa fór í veldisaukningu á Gnarr- tímanum sem fóstraði Dag & Co., en þau fara nú með himinskautum á kostnað okkar hinna, sem vonuðu að kostnaði yrði haldið í lágmarki við það sem nauðsynlegt teldist.

Sprungið kerfi

Flest kerfi þenjast út þar til þau springa með hvelli. Þessi Reykjavíkur- blaðra er orðin ansi þunn og útþanin. Hver á títuprjón?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Hver passar þá holurnar?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 29.3.2015 kl. 10:59

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Heimir, svarta holan er bæði fjármálin og í malbikinu. Kannski blöskrar einhverjum í fjarveru borgarstjóra og lætur fylla í holurnar í stað sóunarinnar. Alltaf er von...

Ívar Pálsson, 29.3.2015 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband