Einn maður, eitt atkvæði

EvroputhingidÁrni Páll vann formannssætið með einu atkvæði umfram keppinautinn. Það er nokkuð kaldhæðnislegt að eitt atkvæði nái að koma honum áfram, því að Árni er með ESB- arminn, en þar eru um 375 milljón manns sem kjósa fulltrúa til Evrópuþingsins. Þar fyndi íslenska atkvæðið virkilega til sín, þar sem allir eru jafnir í ESB!

Veikt umboð

Svona veikt umboð Samfylkingar til Árna Páls bendir til þess að hann verði að huga að vinstri armi flokksins ef hann á að koma málum sínum í gegn. ESB- miðjusinnar eiga því ekki öruggt skjól í Samfylkingunni. Sannarlega fækkar þeim í Sjálfstæðisflokknum, þar sem um 6 ESB vinstri armurslíkir mættu á síðasta ESB- fund í Valhöll. Framsókn fóstrar þá ekki, þannig að tími er til að Þorsteinn Pálsson hætti að kalla sig Sjálfstæðismann og stofni drauma- ESB-flokkinn, sem yrði einu atkvæði til hægri við miðju.

Eitt atkvæði kemst víst ansi langt í ESB- kratapólitík!

 


mbl.is Sigríður í raun sigurvegarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband