Samgönguyfirvöld fái aðalflugvellina

Flugvel brosForsætisráðherra setur sig réttilega í gírinn til þess að bjarga Reykjavíkur- flugvelli á ögurstundu. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hlýtur að taka undir þau sjónarmið að helstu flugvöllum landsins beri að falla undir stjórn ríkisins, enda eru þar samgöngu- og öryggismál sem vega mun þyngra en sveiflukenndar og staðbundnar þarfir mistækra pólitíkusa hvers sveitarfélags á hverjum tíma, eins og bitur reynsla hefur sýnt okkur nýverið í Reykjavík. Þar er miðbæjarklíka hinna talandi stétta búin að koma sér svo vel fyrir við spenana að þau sem fóðra kýrnar hafa ekkert að segja um það hvað verður um mjólkina.

Nú er mál að linni, krefjumst þess að flugvellirnir í Reykjavík, á Akureyri og á Egilstöðum verði í eign og stjórn ríkisins, til þess að hægt sé að fylgja langtímastefnumörkun í þeim málum með þjóðina að baki.


mbl.is Segir að grípa þurfi til varna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Nákvæmlega sömu rök gilda núna og 1941 þegar höggvið var á hnútinn vegna Keflavíkurflugvallar af því eignarhaldið á flugvallarsvæðinu var ekki hendi eins aðila. 

Ómar Ragnarsson, 11.4.2015 kl. 14:44

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Tek hjartanlega undir orð þín, Ívar, í þessu mikilvæga máli. Reykjavíkurflugvöllur er varaflugvöllur Keflavíkurflugvallar, og við megum ekki missa hann, þá yrði jafnvel teflt í tvísýnu flugi hingað frá alþjóðaflugvöllum eins og Heathrow og JFK þar sem gerð er krafa til þess, að flug þaðan hafi að varaflugvelli að ganga, sé hinn lokaður. Þetta gæti líka aukið kostnað vegna meiri eldsneytisforða til að geta lent á Akureyri eða Egilsstöðum. Það er allsendis fráleitt að loka Reykjavíkurflugvelli, meðan enginn annar er til hér syðra nema Keflavíkurflugvöllur.

Auk þess að setja heztu flugvelli landsins undir stjórn ríkisins þarf ríkisstjórnin að setja LÖGBANN strax á mánudagsmorgun 13. þ.m. á framkvæmdir sem myndu spilla fyrir neyðarbrautinni s.k., en hún er ekki aðeins neyðarbraut vegna sjúkra- og innanlandsflugs, eins og sýnt hefur sig ítrekað á þessu ári, heldur ennig vegna utanlandsflugsins.

Vilja vinstri menn í Reykjavík eiga það á samvizkunni að flugvélar hingað geti ekki lent vegna veðurs og örfárra varflugvalla, sem einnig geta lokazt, og hrapi í hafið? Reykjavíkurflugvöllur er langbezti varaflugvöllurinn.

Og Dagur B. hefur í máli þessu hagað sér eins og ófyrirleitinn refur, tafið fyrir áliti frá Rögnunefndinni og ætlar sér bara að hafa sitt fram með frekjunni. Forboðinn að þessu sást einmitt í sjónvarpsviðtali við hann eftir borgastjórnarkosningarnar, viðtali sem kona nokkur minnti mig á í hringingu í fyrradag, en þar sagði hann eitthvað á þessa leið um flugvallarmálið: "Ég er búinn að læra það af Davíð, að maður á bara að gera hlutina. Svo bara venst fólkið þessu"!

En Dagur B. getur ekki kennt Davíð um það óbætanlega áform sitt og Gnarrsins að rústa Reykjavíkurflugvelli.

Jón Valur Jensson, 11.4.2015 kl. 16:07

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nú ættu sjónvarpsstöðvarnar að hrista rykið af þessu viðtali við Dag B. og endurtaka það svona 10-20 sinnum. Hann segir víst afar mikið ósvífinn svipurinn á Degi, þegar hann mælir þessi orð, merkilega afhjúpandi, sagði sú Sigurbjörg sem hringdi í mig.

Já, það er sannarlega kominn tími fyrir ríkisstjórnina og landsmenn alla að stöðva þessa skemmdarverka-borgarstjórn í því að spilla ríkislandinu þarna í Vatnsmýrinni, þvert gegn vilja 73% Reykvíkinga og 82% landsmanna, þvert gegn mestu skoðanakönnun sögunnar (nær 70.000 undirskriftir).

Jón Valur Jensson, 11.4.2015 kl. 16:14

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég tek undir orð ykkar, Ómar og Jón Valur. Reykjavíkurflugvelli er skipulega bolað í burtu, en ekki beint með því að segja það heldur með því að pota því smám saman áfram í borgarkerfis- völundarhúsinu þar til ein leið er eftir.

Rögnunefndin er fyrirsláttur, enda ítrekar Dagur hvað eftir annað að hann vinni eftir Aðalskipulaginu, þar sem fluvöllurinn er farinn. En ekki sagði hann það hreint út í kosningum, sem hefðu ella skilað Samfylkingunni enn minna fylgi.

Nú þarf innanríkisráðherra að grípa inn í ferlið og Alþingi að standa að baki henni.

Ívar Pálsson, 11.4.2015 kl. 22:34

5 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Mér finnst bilun að hafa tvo flugvelli með 50 km. millibili. Aðalrök þeirra sem vilja halda flugvellinum í Vatnsmýri eru þau, að það sé svo stutt á bráðamóttöku með sjúklinga með sjúkraflugi. En er ekki hægt að setja upp bráðamóttöku á Sjúkrahúsi Suðurnesja? Yrði sá kostnaður, varla nema brot af þeim kostnaði við viðhald og rekstur Rvk.flugvallar. Sem öryggisflugvellir, sem nausýnlega þarf að vera til staðar, þá mætti efla flugvellina á Egilsstöðum og Akureyri til þeirra þarfa. Til þess þarf ekki að hafa flugvöll í hjarta Reykjavíkur.

Jónas Ómar Snorrason, 12.4.2015 kl. 08:40

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Núverandi borgarstjórn er haldin nákvæmlega samskonar siðblindu og ríkisstjórnir Rússlands og Kína og  þar með eru vinnubrögðin eins. 

Það er borin von að það sem á að heita Ríkisútvarp taki afstöðu í þessu máli með meyri hlutanum þar sem Ríkisútvarpið er fyrst og fremst málgagn vinstri manna.

 Lýðræðis ást og hugrekki  miðjumoðsmanna er ekki meira en svo að þeir nenna ekkert að gera til að endur heimta hlutleysi Ríkisútvarpsins enda van skiljandi á gildi fjölmiðla til fylgisöflunar.    

Þjóðvegir landsins heyra undir Ríkið og svo á auðvita að vera með helstu flugvelli.  Völlurinn er til og því þarf ekki að byggja nýjan.  Peninga sem til þess færu er því hægt að nota í þjóðarsjúkrahús annarstaðar en við Hringbraut.

Hrólfur Þ Hraundal, 12.4.2015 kl. 12:53

7 Smámynd: Jón Valur Jensson

Yfirgnæfandi meirihluti Reykvíkinga er ósammála þér, Jónas. 

Vatnsmýrin er ekki "hjarta Reykjavíkur", heldur á SV-útjaðri hennar, og sem byggingarland yrði hún afar dýrkeypt, lóðirnar í 1. lagi eðlilega á afar háu verði frá ríkinu, sem gæti þurft að leggja annan flugvöll í staðinn, og í 2. lagi allt að 20 metra dýpi niður á klöpp. Þetta yrðu ekki lóðir fyrir alþýðuna; og hvaða velmektarfólk vill búa þar sem aðeins er gert ráð fyrir einum bíl eða hálfum við hvert hús?!

Og hefurðu eitthvert tæknilegt vit á stækkunarmöguleikum flugvallanna á Akureyri og Egilsstöðum? Ætlarðu kannski að breyta veðrinu líka?

Jón Valur Jensson, 12.4.2015 kl. 14:01

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Jónas Ómar, fyrir langflesta virkar innanlandsflugið ekki sem raunhæfur valkostur frá Keflavíkurflugvelli: Að aka á eigin bíl eða í rútu þessa 80km alls og allur tíminn sem í það fer. Fyrir utan það ef veður er rysjótt úti á landi, þá er fólk í startholunum á Reykjavíkursvæðinu þegar gefur en yrði að hanga löngum stundum ella á KEF. Stór hluti innanlandsflugsins er viðskiptafólk og túristar sem fara frá Reykjavík að morgni og koma til baka með seinasta flugi. Það er ekki skilvirkt í gegn um KEF.

Ívar Pálsson, 12.4.2015 kl. 16:50

9 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ég átta mig fyllilega á því hvert þú ert að fara Ívar. Hvað túrista varðar, þá tel ég þá vera örfáa, sem fara í dagsferð út á land með flugi, sem eðlilega er til þeirra sem lengra eru frá en t.d. Hveragerði/Borgarnes ofl. staða. þeir sem það myndu gera væru þá erlendir túristar, gæti því tekið mögulega beint flug til þess áfangastaðar við lendingu í Kef. Hvað viskiptafólk varðar, og sennilega í sama hópi sennilega opinbert starfsfólk. Þá er eðlilega lengri leið í km. fyrir t.d. fólk úr Breiðholti, Árbæ, Garðabæ, Hafnarfirði etc. að fara til Kef. en hver er tímamunurinn, sem tekur að keyra á sitthvorn staðinn, þar sem stór hluti keyrslunar til Kef. er beinn og breiður, með engum ljósum etc. þá ýminda ég mér, að hann sé í öfugu hlutfalli við lengdina, þurfi viðkomandi að fara til Kef. En þetta eru þrætur um keisarans skegg. Mín skoðun er sú, að út frá öryggissjónamiði, vegna staðsetningar hans vil LHS ofl. þá sé óþarfi að hafa hann í Vatnsmýrini. Við höfum öryggisflugvelli nú þegar, og getum bætt öðrum við með tiltölulega litlum tilkostnaði. Á HSS er starfrækt bráðaþjónusta, sem einnig mætti efla með litlum tilkostnaði, reyndar sú næst stærsta á landinu, hvað fjölda sjúklinga varðar. En veðrinu breytir engin Jón Valur, nema mögulega maðurinn, með minnkun á spúandi eiturefnum út í andrúmsloftið.

Jónas Ómar Snorrason, 12.4.2015 kl. 19:21

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Jóna Ómar, ég benti á nokkur praktísk atriði sem eiga þátt í því að gera flugið arðbært og raunverulegan valkost, engin þræta. Ef valkosturinn að aka til Akureyrar er orðinn mun líklegri vegna tíma eða peninga þá er grundvöllur flugsins brostinn.

Þá ættu allir Íslendingar að svara þessari spurningu í þjóðaratkvæðagreiðslu: Viltu að Reykjavíkur- flugvöllur verði lagður niður? Giskaðu á svarið.

Ívar Pálsson, 12.4.2015 kl. 21:49

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Afsakið, Jónas Ómar.

Ívar Pálsson, 12.4.2015 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband