Draumar um milljónaborgir

Tomar lestirHugmyndir um lestir eru andvana fæddar, þar sem fjöldinn til þess að halda þeim uppi verður ekki fyrir hendi. Barnaskóla- reikningur þurrkar út skýjaborgir um lestir á Íslandi, en samt heldur Dagur áfram sínum ídealisma á kostnað borgaranna um Skandinavískt milljónaborga- samfélag í Reykjavík.

Milljarðar á mann

Hér ferðast mest 8% fólks að jafnaði með þessum rándýra niðurgreidda fararmáta sem strætó er, en þessi borgaryfirvöld vilja enn meiri fjárbindingu og skuldir til þess að senda enn fleiri tóma vagna um allt. Senda mætti fríar rútur á 10 mínútna fresti allan sólarhringinn til Keflavíkurflugvallar fyrir vextina af þeim tugmilljörðum sem draumsýnir Dags um lestir myndu kosta. Þær bæru sig aldrei frekar en Harpan og yrðu stíft niðurgreiddar. Að auki myndu framkvæmdirnar við lestarkerfi og sú starfsemi rjúfa friðinn varanlega á hverjum stað.

Klára nauðsynjaþætti

Samfylkingin vill jafnan umturna því sem virkar, rugga þeim báti sem siglir vel, hefð sem Jóhanna festi svo vel í sessi. Frelsum okkur undan oki hinna talandi stétta og höldum áfram að nota þann fararskjóta sem við kjósum sjálf hér uppi á klaka, sem yfir 70% okkar gera alla jafna í formi bíls. Ég held að borgarstjóri ætti að einbeita sér að því að klára þá þætti sem honum var falið að sjá um, eins og götur, skóla, íþróttahús osfrv. Síðan mega þau láta okkur útsvarsgreiðendur í friði.


mbl.is Léttlestir og hraðvagnar á dagskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Sjáðu, það sem þú ert að segja = ástæða þess að þetta verður gert.

Of heimskulegt til þess að gera ekki.

Ásgrímur Hartmannsson, 17.4.2015 kl. 18:19

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Hafa útsvarsgreiðendur verkfallsrétt?  Eða eru þeir þrælar kerfisins?

Kolbrún Hilmars, 17.4.2015 kl. 18:23

3 Smámynd: Jón Þórhallsson

Nægur er vandinn fyrir tengt staðsetningu nýs spítala; svo að það sé ekk iveri að flækja málin með lestardraumum sem að passa ekkert inn í íslenska veðráttu.

Jón Þórhallsson, 17.4.2015 kl. 18:33

4 Smámynd: Hlöðver Stefán Þorgeirsson

Það væri áhugavert að sjá sambærilega reikninga á kostnað samfélagsins við aðra samgöngumáta heldur en strætó. T.d. við uppbyggingu og viðhalds hins mjög svo umfangsmikla gatnakerfis sem þjónar þeim sem kjósa að ferðast á bílum.

Ég ætla að halda því fram að það sé ekki íbúafjöldi höfuðborgarsvæðisins sem gerir almenningssamgöngur of óhagkvæmar, heldur skipulag þess. Það er verkefni næstu áratuga að breyta því. Í dag sitjum við uppi með kostnaðarsamt fyrirkomulag sem er afleiðing ákvarðana seinustu áratuga.

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, 17.4.2015 kl. 19:38

5 Smámynd: Hlöðver Stefán Þorgeirsson

Ég þurfti ekki að leita lengi til að hrekja þá kenningu að eingöngu stórborgir nýti sporvagna. 

Ég veit ekki betur en að í Björgvin í Noregi sé til staðar sporvagnakerfi, og að íbúar þar séu um 270 þúsund. Mér sýnist, skv. vef Hagstofunnar, íbúar höfuðborgarsvæðisins vera um 210 þúsund.

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, 17.4.2015 kl. 19:46

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vegagerðin hefði betur svarað óskum Dags á þann veg að þessa umræðu mætti taka upp eftir eitt til tvö hundruð ár. Þá væri kannski grundvöllur fyrir svona draumum.

Þess í stað gengst Vegagerðin upp í ruglinu og ætlar að taka af rekstrarfé sínu ómælt fé í þetta rugl, alveg eins og þegar vegagerðin sóaði hundruðum milljóna í reiðhjólastíga og brýr yfir Elliðárvog, sem varl nokkur maður nýtir.

Nær væri fyrir Vegagerðina að nýta sitt takmarkaða fé til útrýmingar á einbreiðum brúm, vítt um landið og í að leggja malbik á þá vegi sem enn eru ókláraðir.

Og Hlöðver, vissulega eru sporvagnar í Bergen, en það er arfur gamals tíma. Ef ekki væri þar fyrir aldagamalt sporvagnakerfi er alveg víst að þeim dytti aldrei í huga að koma því á koppinn nú. En þar sem það er til staðar er því haldið við. Rekstrarkostnaður þess er allt að því að vera viðunnandi, eingöngu vegna þess að grunnur þess er gamall. Að byggja nýtt frá grunni er allt annað mál.

Gunnar Heiðarsson, 17.4.2015 kl. 20:24

7 Smámynd: Hlöðver Stefán Þorgeirsson

Það rifjaðist upp fyrir mér að ég var þegar búinn að skrifa um svipað málefni.

http://hlodver-stefan.blog.is/blog/hlodver-stefan/entry/1645278/

Margir halda á lofti því viðhorfi að eðlilegt sé að verja tugum eða hundruðum í einn samgögnukost, en að sóun sé að fjárfesta í öðrum. Það þrátt fyrir ástand mála í dag og mögulegar leiðir til framtíðar. 

Uppbygging fjölbreyttra samgöngukosta er ekki gæluverkefni heldur skynsöm stefna líkleg til að bæta hag samfélagsins.

Ég hef aldrei komið til Björgvinjar, ég renndi bara yfir greinar um staðinn á wikipediu. Þeir sem hafa áhuga á því geta gert það líka. Mér sýnist þeir hafa opnað glænýja línu árið 2010.

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, 17.4.2015 kl. 21:06

8 Smámynd: Ívar Pálsson

 Við borgum í sameiginlega sjóði og kjósum mistæka stjórmálamenn til þess að sjá um það bráðnauðsynlegasta fyrir heildina. Þörfin á þessari ómældu fjársóun er ekki fyrir hendi og rekstrarkostnaður hrikalegur til þess að vera með lest á milli punkta ABCDE og þröngva fólki í það mynstur. Íslendingar eru Internetið, ekki ein símalína.

Einstaklingur A vill fara á punkt C10 núna og vera 10 mínútur að því, en B vill fara á K4 á sama tíma. Þannig er þetta leyst í dag, með bílum.

Ívar Pálsson, 17.4.2015 kl. 23:32

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Norska ríkið ákvað að nýta hluta úr olíusjóðnum m.a. í samgöngur. Ég efast ekki um að Bergen hafi fengið sinn skerf af því. Þetta ævintýri hér yrði tekið að láni að mestu og vaxtagreiðslur af mörgum tugmilljörðum króna yrðu nokkrir milljarðar á ári.

Bara það að sleppa ævintýrinu gerir okkur flest annað kleyft, en færir okkur samt engan pening. Við þurfum bara að ræða hvernig útsvarinu er skipt og þessi stóra sneið tæki hluta af mörgu þarfaþinginu burt.

Ívar Pálsson, 17.4.2015 kl. 23:42

10 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Mín reynsla af sporvagnakerfinu er hvað sporin eru afskaplega leiðinleg þegar maður þarf að keyra bíl á þessum leiðum. Varðandi hagkvæmnina þá efast ég um það að þetta borgi sig. Þetta er dýr uppbygging, og borgin er nú ekkert óskaplega stór miðað við aðrar borgir. Þetta er auk þess gömul tækni. Rafmagnshraðlestir milli landshluta finnst mér hins vegar vera athugandi ef þær eru nýtilegar til fleiri hluta en mannflutninga t.d. bílaflutninga og fragtflutninga.

Jósef Smári Ásmundsson, 18.4.2015 kl. 08:53

11 Smámynd: Hlöðver Stefán Þorgeirsson

Ég vona að þú hafir ekki á móti því að ég haldi áfram að gagnrýna viðhorf þín. Ég geri það fyrst og fremst vegna þess að ég hef mikinn áhuga á þessum málaflokki. Ég vona að þú deilir þessum áhuga, að minnsta kosti að hluta.

 

Þetta er að hluta endurtekning, en ítarlegri. 

 

Ég ætla fyrst og fremst að taka fyrir þrjú atriði. 

- Sumir vegfarendur eru merkilegri en aðrir. 

- Ekki er mikil þörf á bættum almenningssamgöngum. 

- bættar almenningssamgöngur eru fyrst og fremst aukinn kostnaður fyrir samfélagið.

 

Fyrsta atriðið er umorðun mín á því viðhorfi að eðlilegt sé að samfélagið niðurgreiði (nota þitt orðalag fyrir fjárfestingar sveitarfélaga í samgöngum) ferðalög íbúa á bílnum. Það er gert með því að verja milljarðatugum, líklega milljarðahundruðum, í að byggja upp umfangsmikið gatnakerfi sem ætlað er að anna þeirri miklu umferð sem viðhorfið til bílsins skapar. Óeðlilegt sé að mæta þörfum annarra vegfarenda.

 

Það er áhugavert að leiða hugann að því hversu gífurlega mikið pláss af dýrum innviðum umferð einkabíla kallar á. Góð leið til að fá samanburð á því við strætó er t.d. að hugsa til þess að einn strætisvagn tekur líklega sama pláss á akrein og tveir til fjórir einkabílar. Strætisvagninn má þess vegna vera ansi nærri því að vera tómur til þess að rekstur hans skili sé samt sem áður í minna umferðarmagni, sérstaklega ef við höfum það í huga hve stór hluti vegfarenda ferðast einn í bíl. Annars þarf ekki að hafa of miklar áhyggjur af því að strætó sé alltaf tómur, sá sem telur það getur t.d. sest á kaffiteríu Þjóðminjasafnsins og fylgst með hluta þeirra nema háskólans sem nýtir sér þennan kost, og ferðamönnum á leið á safnið sem eru þar inni á milli. Þegar mest er stoppa fimm troðfullir vagnar þarf á sama tíma, og mannhafið hinnir á erlendar borgir. Þeir sem eru samferða þessum vögnum vestur Miklu- og Hringbrautina á bílum sínum um átta leitið á morgnana geta í næstu ferð ímyndað sér hvernig ástandið væru er þessi hópur ferðaðist allur á einkabílum.

 

Hvað varðar annað atriðið þá ætla ég að gerast svo djarfur að segja að það sé bara vitleysa að ekki sé mikil þörf fyrir uppbyggingu annarra samgöngukosta. Ég held að reynsla síðustu ára sýni þvert á móti að bætt aðstaða og þjónusta auki fjölda þeirra sem nýta þér þessa kosti. Reyndar má halda því fram að það sé mun brýnni þörf á að halda áfram á þeirri braut, enda er þessi aðstaða og þjónusta enn mjög takmörkuð. Þá má halda því fram að það ástand sé til þess fallið að draga úr vilja fólks til að nýta þessa kosti, sem annars myndi gera það. Uppbygging hraðskreiðari almenningssamgangna, sem fréttin fjallar um, er liður í þessari uppbyggingu.

 

Þriðja atriðið er kannski nokkuð snúið. Mörgum finnst kannski erfitt að gera sér í hugalund að uppbygging fjölbreyttra samgangna geti skilað sér í aukinni hagkvæmni. Í dag sitjum við þó uppi með rándýrt gatnakerfi, sem eflaust var að stórum hluta fjármagnað með lántökum (sé ekki hvernig það kemur málinu við), sem kallar á mikil fjárútlát á hverju ári auk krafna um nýfjarfestingar í dýrum umferðarmannvirkjum. Ef við ætlum að vinda ofan af því þurfum við einhverntíma að byrja. Ég á ekki við að minnka umfang gatnakerfisins, heldur að haga framkvæmdum þannig að samfélagið vaxi í samanburði við það, þangað til það verður viðráðanlegra að umfangi. Að sjálfsögðu á að sinna grunnviðhaldi gatnakerfisins, og við erum betur í stakk búin til að sinna því ef það er ekki of umfangsmikið. Með því að byrja um leið að byggja upp aðra samgöngukosti opnum við tækifæri til þess að standa betur að þessum málum í framtíðinni.

 

Við þurfum að hugsa í áratugum í þessum málum. Ávinningurinn af hagkvæmari samgöngum kemur fram á nokkrum áratugum, og hann kallar á fjárfestingu (eða niðurgreiðslu ef það er talið heppilegra orð). Það er samt rétt að hafa það í huga að engin ákvörðun hefur verið tekin um hvaða lausn verður valin. Mikið er rætt um hraðakreiðar strætisvagna, frekar en sporvagna eða lestir. 

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, 18.4.2015 kl. 10:05

12 Smámynd: Magnús Birgisson

Það eru svo margir "misskilningar" í máli Hlöðvers að það er erfitt að velja hvar á að byrja...

En það fyrsta...Það á sér stað niðurgreiðsla með einkabílnum. Það er alrangt. Aðeins hluti af þeim tekjum sem renna til ríkis og sveitarfélaga renna til uppbygginga og viðhalds gatna. Restin er niðurgreiðsla á annarri starfsemi ríkisins. Það er misvægi á milli ríkisins og sveitarfélaga en það breytir ekki niðurstöðunni. Frá sjónarhóli skattgreiðandans skiptir ekki máli hvort skattgreiðslurnar renna til ríkis eða sveitarfélaga því ríkið gæti alveg afsalað sér þessum tekjum til sveitarfélaganna, t.d. til rekstur gatnakerfis en þyrfti þá í staðinn að hækka skatta til að standa undir annarri þeirri þjónustu sem einkabíllinn stendur undir í dag.

Það skiptir engu máli hvort þú gengur, ekur, hjólar eða tekur einkabíl þegar þú ferðast eftir gatnakerfinu frá A til B. Þjónustan sem þú færð frá gatnakerfinu er sú sama, þ.e. gatnakerfi frá A til B. Það er því fullkomlega eðlilegt að allir greiði það sama fyrir sömu þjónustu. Sumir virðast halda að það sé ódýrara að ferðast eftir göngu- eða hjólastígum og þessvegna eigi að leggja áherslu á þann kost en það er alrangt. Kostnaður per ekinn kílómeter er líklega hæstur á hjólastígum vegna lélegrar nýtingar. Það ferðast líklega ca. 98 eftir götu, bæði í einkabíl eða almenningsvagni, vs. hverja 2 eftir hjólastíg. Ef hjólandi ættu að borga raunverðið fyrir farið yfir brýnnar yfir Elliðaárósa...hversu margir myndu taka 600 metra krókinn? 

Fyrir utan það að slys per hjólaðan kílómeter vs. ekinn er ca. tífaldur.

Einkabíll er einhver hagkvæmasta fjárfesting fjölskyldu sem til er. Það útskýrir vinsældir hans.

Þessi fjárfesting gerir þér kleift að sækja vinnu þar sem launin eru hæst en ert ekki bundinn af búsetu. Hún gerir þér kleift að sækja vöru og þjónustu þar sem kjörin eru best en ert ekki bundinn af búsetu eða vinnustað. Og þú getur valið þér búsetu þar sem verð húsnæðis og þjónusta er sú sem þér hentar án tillits til þess hvar þú vinnur. Þannig er verð per fm t.d. í úthverfi vs. miðbæ ca. 100þ kr. í dag. Það gerir 10 milljónir fyrir 100 fm íbúð. Það má fá alveg þokkalegan "einkabíl" fyrir þann pening.

Uppbyggin eins samgöngukerfis enn til hliðar við gatna-, hjóla- og göngustígakerfis er bara rugl. Bergen er í engu sambærileg við höfuðborgarsvæðið. Nær væri að miða við eyjaþjóð af svipaðri stærð með svipaða landsframleiðslu og sveitarfélag innan þeirrar þjóðar af svipaðri stærð og höfuðborgarsvæðið.

T.d. Malta. Þar eru engar lestir...

Magnús Birgisson, 18.4.2015 kl. 10:59

13 Smámynd: Jónatan Karlsson

Sæll Ívar,

Auðvitað hefur þú að öllu leyti á réttu að standa hvað þessi mál varðar, en vitfirringin og spillingin hér í höfuðborginni ríður ekki við einteyming eins og við blasir hvert sem litið er s.s. tortíming Rekjavíkurflugvallar, staðsetning nýbygginga Landspítala, vítaverð vanræksla á viðhaldi allra eigna og gatna okkar, ferða þjónusta fatlaðra o.s.frv. o.s.frv...

Verða borgarbúar ekki að fara að vakna og hreinlega henda þessu spillta hyski í borgarstjórn á dyr og grútmáttlausum meðreiðasveinunum í minnihlutanum í leiðinni?

Jónatan Karlsson, 18.4.2015 kl. 11:07

14 Smámynd: Ívar Pálsson

Sammála þér Jósef Smári, lestir og sporvagnar er gömul hönnun sem hentar við allt aðrar aðstæður en hér. Tokyo- Osaka hraðlestin borgar sig líklega, en ekki hér.

Hlöðver Stefán, auðvitað er þér frjálst að tjá þig, þótt ritgerðir eigi yfirleitt við á manns eigin bloggi. En meginmál þitt virðist ganga út á það hvernig þjóðfélagið ætti að vera (að þínum smekk) en ekki það hvernig það er.

Fólk kýs að ferðast um á bílum, þrátt fyrir það að ríki og sveitarfélög geri þeim það erfitt í seinni tíð. Bílakstur niðurgreiðir almannasamgöngur sem eru afar illa nýttar, ss. í Grafarvogi þar sem yfirgangur borgaryfirvalda í skólamálum átti að lagfærast með hringsólandi tómum strætisvögnum allan daginn. Nákvæmar skoðanakannanir (sjá niðurstöður í myndaalbúmi mínu) sýna hvað fólk vill, ferðast með bílum. Því fjær gamla miðbænum sem fólk býr (langflestir bæu þar fjarri), því líklegri er það að eiga bíla. Það er sama hvað þvingunarsinnar kynna sína strætóa og hvað þá lestir, þetta vill fólk gera: vera sjálfstætt og fara hvert sem það vill á sem stystum tíma, hvað sem þvingunarsinnum finnst.

Fáránlegast er að við eigum að borga fyrir milljónadrauma pólitíkusanna sem einhverjir álpast til að kjósa í bríaríi.

Ívar Pálsson, 18.4.2015 kl. 13:41

15 Smámynd: Hlöðver Stefán Þorgeirsson

Áhugaverð umræða. Ég ætla þó ekki að saka aðra um misskilning, ég er ekki í stöðu til að dæma um slíkt, frekar en flestir.

Ég vil taka það fram að mér líkar ekki það orðalag að fjárfestingar sveitarfélaga (eða ríkis) í samgöngum séu niðurgreiðsla þeirra fyrir notendur. Ef var einungis að taka upp orðalag sem aðrir höfðu notað hér að ofan, í þeim tilgangi að sýna hversu óheppilegt það væri.

Hið opinbera fjárfestir í samgöngum. Það ber kostnað af rekstri almenningssamgangna og það ber kostnað af rekstri gatnakerfis sem þarf til að þjóna bílaumferð (sjá næst seinustu efnisgrein ummæla). Það er engin ástæða til að kalla annað niðurgreiðslu en ekki hitt.

Það sem ég var að gagnrýna, og skín ennþá í gegn um málflutning Magnúss Birgissonar, er að bílar séu með einhverjum hætti "hinn rétti" samgöngumáti. Þess vegna eigi að beina athygli að því að mæta þörfum þeirra sem nýta sér þá, frekar en að því að mæta þörfum annarra vegfarenda.

Samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins er að stærstum hluta gert fyrir þarfir þeirra sem ferðast á bílum. Bílar eru líka órjúfanlegur hluti af samgöngukerfi borgarinnar og munu vera það í fyrirsjáanlegri framtíð. Sama á að vera hægt að segja um aðra samgöngukosti, sem eru verulega vanræktir í dag. Unnið hefur verið að endurbótum seinustu ár en ég tel þá ennþá vera svo vanrækta að ég vil halda því fram að margir þeirra sem gætu hugsað sér að nýta sér þá geri það ekki vegna þess að aðstaða og þjónusta sé ekki nægjanlega góð. Er það ekki eitt og sér ástæða til uppbyggingar?

Til þess að ferðalög með ólíkum samgöngukostum eftir gatnakerfinu, frá A til B eins og Magnús orðar það, geti talist jafngild eins og hann heldur fram, þarf þjónustan einmitt að vera sambærileg fyrir alla vegfarendur. Eins og staðan er í dag er hún það alls ekki.

Lestir vaxa mörgum mjög í augum. Eingöngu verður farið í lestir ef menn telja það hagkvæmasta kostin til að bæta þjónustu. Menn leggja ekki lestir eingöngu til að leggja lestir.

Það sem þú áttar þig heldur ekki á í þessum samanburði er að samgöngukerfið ræðst af áherslum í samgöngumálum. Við sitjum uppi með gatnakerfi í dag sem er að mestu leiti hannað samkvæmt hugmyndum sem menn telja vera þær bestu til að mæta þörfum einkabílsins. Þá er ég að tala um skipulag sem byggir á botnlangavöndum og stofnbrautum sem ég er alls ekki sannfærður um að þjónusti bílnotendur sem best. Ég bendi á greinina mína sem ég vísaði í í fyrri ummælum. Sparnaðurinn við að leggja áherslu á fjölbreytta samgöngukosti kemur ekki fram í dag, heldur á mörgum áratugum. Hann er í formi minni bílaumferðar en annars hefði verið (sem strætó stuðlar nú þegar að eins og ég nefndi í fyrri ummælum), færri malbikaðra kílómetra per íbúa en annars hefði verið, betri nýtingu innviða og pláss miðað við fjárfestingu og íbúafjölda o.s.frv. Einhverntíma verður að byrja á því verki.

Margt af því sem borgin hefur gert held ég að sé ekki endilega best til þess fallið að bæta aðstöðu fyrir hjólandi, sérstaklega miðað við kostnað við framkvæmdirnar. Ég er ekki sérlega hlynntur sérstökum hjólastígum, sérstaklega ekki eins og þeir eru lagðir í Reykjavík, ég á kannski einhverntíma eftir að skrifa grein um það.

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, 18.4.2015 kl. 13:52

16 Smámynd: Hlöðver Stefán Þorgeirsson

Nýjustu ummæli Ívars höfðu ekki birst þegar ég sendi inn þessi hér á undan.

Hlöðver Stefán Þorgeirsson, 18.4.2015 kl. 13:53

17 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hið opinbera fjárfestir í samgöngum. Það ber kostnað af rekstri almenningssamgangna og það ber kostnað af rekstri gatnakerfis sem þarf til að þjóna bílaumferð (sjá næst seinustu efnisgrein ummæla). Það er engin ástæða til að kalla annað niðurgreiðslu en ekki hitt.

Ég væri til í að sjá hversu mikið ríkið fær inn í sköttum á bensíni, sköttum á seldum bílum, tollum á innfluttum bílum ásamt bifreiðagjöldum (einnig væri í lagi að setja þarna inn gatnagerðargjöld á nýbyggingum ásamt % af fasteignagjöldum sem eiga að vera m.a. í að viðhalda götunni og gangstéttinni fyrir utan húsið), hver er þessi tala miðað við þann pening sem ríkið lætur til viðhalds og uppbyggingu á gatnakerfinu? Eitthvað segir mér að ríkið sé að taka meira inn en það er að láta út í þessum málum svo að niðurgreiðsla er kannski ekki rétta orðið þar.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.4.2015 kl. 01:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband