Efstu 20% greiða 64,8% skattsins

TekjurSkattur2013Fæstir gera sér grein fyrir því að Ísland er rammsósíalískt þegar kemur að álagningu skatta. Tekjuhæsta fólkið (20% heildar) greiðir nær 2/3 hluta heildarskattanna, en lægstu 18% engan skatt og helmingur allra fjölskyldna greiðir um 10,2% skatt að meðaltali af sínum tekjum. 70% fjölskyldnanna greiða aðeins að því er virðist um 22,3% heildarskattsins.

Segið svo að hér ríki ekki tekjujöfnun!


mbl.is 18% greiddu ekki skatt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Kemur ekki á óvart.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 25.4.2015 kl. 21:07

2 Smámynd: Ágúst Marinósson

Svona framsetning er algeng hjá hjá ýmsum sem aðhyllast hálfsannleika. Allir borga skatta, það veist þú jafnvel og aðrir.  Tekjulægsta fólkið greiðir ekki tekjuskatt af eðlilegum ástæðum.  Það greiðir útsvar, fasteignagjöld og skatt af öllu sem kaupir til daglegra þarfa.  Hinir tekjulægri greiða hærra hlutfall af ráðstöfunartekjum sínum til nauðþurfta sem nýbúið er að hækka vaskinn á. Ríkisstjórnin stendur vörð um tekjuhæstu 15% og misskipting eykst í þjóðfélaginu.  Hún er komin á það stig að hún verður ekki umborin mikið lengur.

Ágúst Marinósson, 26.4.2015 kl. 14:54

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Vörugjöldin voru afnumin.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.4.2015 kl. 15:14

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Ágúst, tölurnar tala sínu máli. Hér er rætt um beina skattlagningu ríkisins á fjölskyldur og frá hverjum ríkið fær mest þær tekjur sínar sem ganga síðan til okkar allra á ýmsan hátt. Tekjuhæsta fólkið greiðir bæði hæsta skattprósentu og aðallega langmestu upphæðirnar til okkar allra. Horfist í augu við þá staðreynd, óháð sanngirni eða tilfinningum.

Aðrir skattar eins og VSK og fasteignagjöld eru eflaust líka mest greiddir af hinum tekjuhæstu, en þær tölur eru ekki hér og því ekki til umræðu. 

Ívar Pálsson, 27.4.2015 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband