Ekki við okkur að sakast

Ungar FanneyBKHanna Birna telur okkur öll eiga sök á ástandinu á þingi, þegar raunin er sú að samræðu- pólitíkin sem hún aðhyllist hleypir að ýmsum refum í sauðargæru, sem nota sér þessi tækifæri til að æða um í hænsnabúrinu. Píratarnir vinsælu þóttust ætla að breyta öllu til betri vegar, en þá sjaldan að þau mæta, þá er tuðað út í eitt í lönguvitleysu.

Vinstri vængurinn heilagi og faglegi notfærir sér svona mýkt og samstarfsvilja á ýmsan hátt, en versta dæmið er samningurinn um Reykjavíkurflugvöll, þar sem Hanna Birna hleypti refunum inn í búrið með undirskrift sinni, illu heilli. 

Þetta Biedermann/Chamberlain- heilkenni er til trafala við það að ljúka þörfum málum eins og Rammaáætlun, sem áður var gerð undir raunverulegri stjórn vinstri öfgahópa og þurfti lagfæringar við.

Ef fólk er kosið til þess að framkvæma, þá á það að gera svo fljótt og vel, enda í umboði meirihluta kjósenda. Umræðu- samræðupólitíkin skilar engu.


mbl.is Hanna Birna: „Er hálf miður mín“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband