Landsvirkjun: Ísland verði hráefnisland

Verkis KarahnjukarLöngu er orðið tímabært að ríkisstjórnin láti Landsvirkjun setja eigendurna, þegnana í forgang í stað þess að hampa raforkusölu til útlanda eða að hækka raforkuverð ótæpilega, sem kemur verst niður á minni framleiðendum og hinum almenna neytanda. Þessi gróðastefna almannaþjónustu- fyrirtækis dregur úr samkeppnisfærni og frumkvæði landans, þar sem tækifærin eru víða hér með aðgang að öflugri og skilvirkri sameiginlegri raforkuframleiðslu í bakgarðinum. 

Ný stjórn breytti engu

Óskiljanlegt er hvers vegna engin breyting varð á þessari stefnu Landsvirkjunar í að gera Ísland að skattpíndu hráefnislandi við það að skipt var um fólk í stjórninni þegar nýja ríkisstjórnin tók við völdum. Hér ættu neytendur og minni framleiðendur að njóta þess að hagkvæmni stærðarinnar í virkjunum og stórframleiðslu hafi fært okkur enn meiri möguleika en áður. Rafbílavæðing yrði líka enn auðveldari.

Óheillaþróun

Engin ástæða er til þess að hækka raforkuverðið, enda stefnir í methraða í því að greiða niður skuldir Landsvirkjunar til skuldleysis innan fárra ára. Mikill arður fyrirtækisins virðist einungis færa því meiri völd til þess að fóstra draumana um hráefnislandið Ísland á kostnað okkar þegnanna. Þessi ríkisstjórn hefur ennþá tvö ár til þess að snúa þessari óheillaþróun við.


mbl.is Orkan hækkaði um 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Jónsson

Ég er sammála þér, Ívar, um þetta. Í stað þess að nota aukinn hagnað LV til aukinna arðgreiðslna, þjóðhagslega mun hagkvæmara að lækka raforkuverð til almenningsveitnanna og styrkja þannig samkeppnisstöðu Íslands.  Ekki veitir nú af.  Skýring LV er orkuskortur, en það stenzt varla, þar sem enginn vatnsskortur var í vetur og ISAL hefur enn ekki notfært sér 25 MW frá Búðarhálsi, sem ISAL samkvæmt samningi 2010 átti rétt á að nýta sér núna.  "Something is rotten in the state of Danemark."

Bjarni Jónsson, 16.6.2015 kl. 17:03

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Bjarni, Landsvirkjun þarf að svara fyrir ýmislegt sem þú hefur bent á í pistlum þínum. Ekki stendur t.d. steinn yfir steini í röksemdum Landsvirkjunar fyrir rafstreng til útlanda. Ríkisstjórnin á ekki að láta fyrirtækið um að ákvarða meginstefnuna, heldur að draga sjálf línu í sandinn gagnvart raforkusölu úr landi og verðhækkunum að þarflausu.

Ívar Pálsson, 16.6.2015 kl. 20:46

3 Smámynd: Bjarni Jónsson

Það er í raun þannig,að orkuverð til stóriðju er um þessar mundir um 45 % af verði til almennings án skatta. Til samanburðar kostar innan við þriðjung að framleiða og flytja orku til stóriðju af kostnaðinum við vinnslu, flutning og dreifingu til almennings.  Þetta er þó engin afsökun fyrir hækkun til almennings umfram verðlagshækkanir, þegar hagnaður hennar er vaxandi. Almenningur og samkeppnishæfni fyrirtækjanna á að njóta góðs af, svo að ekki sé nú minnzt á getu fyrirtækjanna til að standa undir launahækkunum.

Bjarni Jónsson, 17.6.2015 kl. 12:04

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Verð raforku frá Landsvirkjun sem endar hjá almenningi eða í almennri framleiðslu má ákveða út frá stefnu eigendanna (ríkisstjórn f.h. þjóðar) eða þá t.d. tilkostnaði og láta okkur njóta stærðarinnar. Verð til stóriðju lúta öðrum alþjóðlegum samkeppnislögmálum hverju sinni eins og þú Bjarni hefur áður lýst. Við næðum eðlilega ekki þessari góðu stöðu að vera aðeins lítill hluti heildarinnar nema með mikilli sölu til stóriðju. Hættum að agnæuast út í hana og ákveðum frekar að njóta stöðunnar betur sjálf.

Ívar Pálsson, 17.6.2015 kl. 12:26

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta á auðvitað að vera: Hættum að agnúast út í hana (stóriðjuna)og ákveðum frekar að njóta stöðunnar betur sjálf.

Ívar Pálsson, 17.6.2015 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband