RÚV: Ef allt fer á versta veg hjá Grikkjum með NEI

Euroflagg-brennurBogi hjá hlutlausa RÚV sagði 29/6: „Ef allt fer á versta veg og Grikkir hrökklast úr Evrusamstarfinu og taka upp Drökmu...“. Við getum treyst því að RÚV styðji ESB- lausnir í Icesave, með Grikkland eða hvaðeina. Hver sá sem berst fyrir sjálfstæði þjóðarinnar gagnvart ESB getur treyst því að þeir milljarðar króna sem fara þetta forna batterí Ríkisútvarpið fara að hluta til dulbúins áróðurs gegn honum til styrktar stofnunum sem hafa þann helsta tilgang að viðhalda sjálfum sér.

Gegnsýrð þrenna

Skilningur RÚV á grísku stöðunni er gegnsýrður af áróðri Troikunnar (ESB/ECB/AGS). Raunstaðan er sú að lausnarpakki hennar er ekki sjálfbær, fer mest í greiðslur til hennar og kemur Grikkjum á engan hátt út úr erfiðleikum sínum. Gríska þjóðin verður að segja NEI og takast á við erfiða og stórfellda niðurfellingu skulda með öllum sínum afleiðingum. Kvalafullt afturhvarf út úr fölsku Evrunni þarf að eiga sér stað.


mbl.is Gætu sagt af sér ef Grikkir kjósa já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Dæmigert fyrir Fréttastofu Rúv -- jafnvel hjá þeim ágæta manni Boga Ágústssyni.

Jón Valur Jensson, 2.7.2015 kl. 15:26

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Trúr vinnustaðnum gegnsýrða minni ég á hlutdræga lýsingu hans í atkvæðatalningu á Rúv. "Hann var eins og framhaldsskóladrengur í starfskynningu hjá Ríkissjónvarpinu.

Helga Kristjánsdóttir, 3.7.2015 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband