Kosinn borgarstjóri bregst Reykvíkingum

Dagur DVDagur borgarstjóri Reykjavíkur fer núna í herferð til þess að losa borg sína við verulegar tekjur og atvinnu yfir í annað sveitarfélag. Hvenær nær hann að ganga fram af þeim sem kusu hann? Sú stund er löngu komin fyrir okkur hin sem þurfum að umbera þetta kosningaslys.

Finnnst fólki þetta vera allt í lagi? Hann beitir sér fyrir því að straumur fólksins fari annað en í borgina sem hann var kosinn til að stýra, alla vega straumur Íslendinga.Hann vill bara bílalausa útlendinga í hótelin og hjólandi fólk í dýrasta banka á Íslandi niðri á höfn.

Reynið að stöðva þessa vitleysu.


mbl.is Stofni félag um nýjan flugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Hvar eru skoðanakannanirnar fyrir borgarstjóraflokkana í raun-tíma?

http://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/1823369/

Jón Þórhallsson, 16.7.2015 kl. 17:29

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hefði hægri maður gert sig sekann um svona framgöngu og hunsað algerlega vilja kjósenda, væri "vinstri hjörðin" fyrir löngu búin að boða til mótmæla við Ráðhúsið og léti í sér heyra berjandi potta, pönnur og tómar tunnur og hrópandi slagorð um það hversu ÓHÆFUR VIÐKOMANDI VÆRIÁ virkilega að láta manninn komast upp með þessi vinnubrögð?????

Jóhann Elíasson, 16.7.2015 kl. 18:03

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Lestarstjórinn fær laun sín frá einhverjum öðrum en borginni fyrir þessi skítaverk, það getur hver maður séð sem vill, en ekki allir vilja sjá föt lestarstjórans! Edemisdellan heldur áfram um ókomna tíð á Íslandi.

Eyjólfur Jónsson, 16.7.2015 kl. 22:13

4 Smámynd: Örn Johnson

Að byggja nýjan flugvöll er áætlað að kosti 22 milljarða. Það sem Dagur er að segja er að Rvk-borg (sem fær tekjurnar af lóðasölunni) ætlar að leggja fram óafturkræft þessa milljarða í félag um nýjan flugvöll, skil ég hann ekki rétt? Er hann annars búinn að spyrja þá sem eiga að borga um þetta mál, ef svo er hefur það farið fram hjá mér.

Örn Johnson, 16.7.2015 kl. 22:27

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Dagur vinnur eftir Aðalskipulagi Reykjavíkur (sjá mynd hér efst) http://astromix.blog.is/album/skipulag_flugvollur/image/1265342/

þar sem þau hafa raðað blokkum í sjó fram til þess að láta þessa frægu lóðasölu borga sig. Hvernig er hægt að selja lóðir dýrt fyrir ungt fólk og félagsþjónustu- íbúðir, sem eru á kostnað okkar? Kannski með uppfyllingunum út í sjó (sem eru í skipulaginu) þar sem vistvæn ströndin er kaffærð.

Ívar Pálsson, 17.7.2015 kl. 07:57

6 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Málið er, að borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur svikið kjósendur sína og verið í liði með andstæðingunum síðan á dögum Hönnu Birnu og Gísla Marteins. Þau eru m.a. samsek um aðalskipulagið og skemmdarverkin á umferðarmannvirkjum í borginni. Þau þurfa öll að fara!

Vilhjálmur Eyþórsson, 21.7.2015 kl. 23:17

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Vilhjálmur, Aðalskipulagið náði því miður í gegn með hjálp nokkurra í borgar- stjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Þar verður hver og einn að standa fyrir máli sínu.

Ívar Pálsson, 22.7.2015 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband