Gírug sveitarfélög

FlottamennSama fólkið og tapaði auka- milljörðum króna fyrir okkur í Reykjavík á síðasta ári er ákveðið í að halda áfram á sömu braut. Allt í einu geta sveitarfélög ótrauð tekið við fjölda flóttafólks, haft þau á bótum, sett krakkana í leikskóla og aukið álag á heilsugæsluna, allt eftir því hvað stjórnmálamenn sem sum okkar kusu, ákveða að sé falleg tala. Andmæli við því eru því miður hjáróma.

Einróma

Vitað er að því lengra til vinstri sem hver hallast, því frekar vill hann ráðstafa eignum annarra. En nú breiðir þessi óværa sig vel út yfir miðju stjórnmálanna, svo að þau sem varfærnari eru mega vara sig. Því virðist öruggara fyrir þau að jarma með sóandi ídealistunum og helst hærra en hinir.

Grunnhlutverkin

Hlutverk ríkis og sveitarfélaga er löngu gleymt, að sjá um grunnstoðir þjóðfélagsins sem best fara á sameiginlegri hendi, ss. löggæsla eða heilsugæsla. Núna á Reykjavík að bjarga íbúum Aleppo eða hverri annarri stríðsborg, allt eftir vilja flautaþyrlanna hér eða eftir því hvernig vindurinn blæs. 

Hver borgar?

Þeim sem hæst hrópa um hjálp við flóttamenn dettur ekki í hug að stofna sjóð til þess arna og samtök um verkefnið, enda yrði þá loks ljóst hve mörgum yrði í raun hægt að hjálpa. Svo gæfi þetta fólk vinnu sína líka af fórnfýsi sinni, en léti ekki okkur hin fjármagna örlæti og manngæsku þeirra.

Hafið samband við hjálparsamtök, þau sem vilja aðstoða.

 

 


mbl.is Taka verði vel á móti flóttafólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er það ekki fjármálaráðherrann (Bjarni Ben) sem að þú kýst sem ætlar að fara að borga tugi milljóna undir þetta fólk í mörg ár?

 

Jón Þórhallsson, 1.9.2015 kl. 22:28

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Fjármálaráðherrann virðist nú vera í varfærnari hópnum í þessum málum, Jón.

Ívar Pálsson, 2.9.2015 kl. 08:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband