Um 77% ekki Sýrlendingar

Mass ImmigrationEin meginástæðan fyrir auknu álagi á landamærunum Íslands er sú að fólk innan Schengen- svæðisins hefur ekki sætt hefðbundnu landamæraeftirliti, er óþekkt og óskráð komið til Íslands, skv. Mbl. í dag. Um 170.000 manns komu úr suðri inn á Schengen- svæðið sl. mánuð í leit að vist innan þess. Af þeim sóttu um hæli hér árið 2015 hingað til voru um 23% frá Sýrlandi, sem sýnir hve villandi umræðan hefur verið um þessi mál. Fólkið er t.d. frá Afghanistan, Erítreu, Íran og Nígeríu.

Schengen er sundurtætt

Landamæri Schengen- svæðisins í suðri eru gersamlega brostin og þar með grundvöllur Schengen- samstarfsins, sérstaklega þar sem Dyflinnar- samkomulagið heldur ekki lengur, þ.e. að innflytjendur skuli skráðir í því ESB- landi sem þeir komu fyrst inn í og þar skuli umsókn þeirra tekin fyrir. Ísland þarf að styrkja eigin landamæri til þess að hafa fulla stjórn á flæðinu, einnig að segja sig úr Schengen, sem var kannski einhvern tíma góð hugmynd, en er núna hrein óreiða, enda hluti af snilldarverki ESB. Bretar höfðu vit á því að halda sig utan þess og við ættum að fylgja þeim í þessu máli.


mbl.is Aukið álag við landamærin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Vandinn er óleysanlegur vegna þess að þeir sem vilja sem flesta flóttamenn viðurkenna ekki að það sé nokkur vandi því samfara sem orð er á gerandi, nema síður sé.

Ef ekkert er að er engin vandi sem þarf að leysa! Allt mun fara vel segja þeir og breitt er yfir það sem gæti leitt til "fordóma".  

Benedikt Halldórsson, 8.10.2015 kl. 22:12

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Þeir sem vilja óheft flæði flóttamann gengur það m.a. til að veikja sjálfstæði Íslands. 

Helga Kristjánsdóttir, 13.10.2015 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband